Foreldrar

Réttindi og skyldur foreldra

Réttindi foreldra eru:

  • Að komið sé fram við börn þeirra af virðingu, sanngirni og tillitssemi.
  • Að vita af börnum sínum öruggum í starfi skólans.
  • Að geta rætt við starfsfólk skólans um málefni barnanna.
  • Að hafa aðgang að upplýsingum um stöðu barna sinna í skólanum og fá vitneskju um vandamál ef þau koma upp.

Skyldur foreldra eru:

  • Að sjá um að börnin mæti í skólann á réttum tíma og með þann búnað sem námið krefst.
  • Að sýna námi barnanna áhuga og styðja eftir mætti.
  • Að láta kennara vita ef barni í skólanum er sýnd áreitni eða því líður illa.
  • Að tala af háttvísi við börnin um skólann og starfsfólk hans.

Fréttabréf

Stjórnendur gefa reglulega út fréttabréf skólans á hverjum stað. Fréttabréfin eru send heim með nemendum auk þess sem þau eru birt á heimasíðunni og send með netpósti í gegnum upplýsingakerfið Mentor. Auk þess gefur skólastjóri út almennt fréttabréf sem dreift er í hús á skólasvæðinu öðru hverju yfir veturinn. Í upphafi hverrar viku gefur skólastjóri út starfsmannafréttabréf sem sent er í tölvupósti út á starfsfólk skólans og aðra hagsmunaaðila hans.

 

 

Námsefniskynning

 

 

Skólinn býður foreldrum til kynningafunda á haustönn. Dagskrá fundanna og skipulag þeirra er í höndum umsjónarkennara. Á kynningarfundum er skólastarfið, námsefni, yfirferð, námsmat og fleira kynnt. Þá er farið yfir samskipti heimila og skóla, skólareglur o.þ.h. Skólinn vill brýna fyrir foreldrum að mæta á kynningarfundina .

Foreldraviðtöl

 

Foreldraviðtöl eru haldin tvisvar á vetri. Þá hitta foreldrar umsjónarkennara barna sinna í skólanum. Þar er farið yfir stöðu nemandans og ef þurfa þykir lagðar línur fyrir nýjar áherslur í samvinnu milli kennara og heimilisins um að námið takist sem best.

Mentorvefurinn

 

Mentorvefurinn (mentor.is) er hluti af upplýsingamiðlun skólans. Foreldrar (og/eða nemendur) geta skráð sig inn á vefinn með lykilorði og fá þá aðgang að sérstakri heimasíðu fjölskyldunnar. Upplýsingar um öll börn viðkomandi heimilis birtast á síðunni. Á Mentor geta foreldrar séð dagskrána hjá öllum sínum börnum, ástundun, heimavinnu, tilkynningar frá skólanum sem og einstökum kennurum, sameiginlegt skóladagatal, bekkjarvef með nöfnum og símanúmerum bekkjarfélaga og fleira. Til þess að foreldrar geti nýtt sér Mentor þurfa þeir að fá lykilorð frá skólanum.

Skólaráð

 

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
Samkvæmt lögum skal skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Vegna aðstæðna Grunnskólans austan Vatna þá verður skólaráðið skipað þremur kennurum frá hverjum skóla, þremur foreldrum sem eru auk þess fulltrúar grenndarsamfélagsins og formanns og varaformanns nemendaráðsins. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Ráðherra setur reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra.

Foreldrafélagið

 

Foreldrafélög koma að ákveðnum þáttum í skólastarfinu, einkum þeim sem snúa að félagslífi nemenda. Má þar nefna aðstoð við veitingasölu á árshátíð, skólaslitum og við aðra stærri viðburði í fjáröflun. Í stjórn foreldrafélaganna eru þrír foreldrar á hverjum stað.

Hofsós:

· Elínborg Hilmarsdóttir mph@simnet.is

· Gunnar Steingrímsson stora-holt@simnet.is

· Ingrid Gertrud Carolina Linder linder_tullan@hotmail.com

Hólar:

· Claudia Lobindzus claudialobindzus@isl.is

· Víkingur Gunnarsson vikingur@holar.is

· Þórður Ingi Bjarnason torduringi@isl.is

Sólgarðar:

Það er ekki starfandi foreldrafélag á Sólgörðum