Félagastuðningur

Nafn verkefnis: Félagastuðningur

Markmið verkefnis samkvæmt umsókn:

Félagastuðningur gengur út á að starfsfólk skólans – kennarar, húsverðir, stuðningsfulltrúar, skólaliðar og matráðar – fylgist hvert með öðru í ca. 40 mínútur í hvert skipti út frá hugmyndafræði „Coaching“ frá Dene Magna skólanum í Englandi.  Starfsfólkið fær þjálfun í því að fara í heimsókn og fá heimsókn.  Efling fagmennsku kennara til að koma á skóla sem lærir, þ.e. stofnun þar sem námssamfélag er til staðar.  Meginmarkmið verkefnisins er að auka fagmennsku kennara með því að hvetja til markvissrar ígrundunar, faglestrar og faglegra samræðna og samvinnu innan kennarahópsins.  Einnig styrkja sjálfsmat skólans og nýta það um leið til starfsþróunar kennara.

Leiðir sem valdar voru til að ná markmiði:

Á starfsmannafundum í mars og apríl var gefinn tími til handleiðslusamtala. Ætlunin var að hver starfsmaður fengi einu sinni handleiðslu og tæki að lágmarki tvisvar þátt í að handleiða aðra. Stuðst var við Grow módelið í handleiðslusamtölunum og náðist að ljúka þeim.

Í framhaldi af handleiðslusamtölunum var ætlunin að starfsfólk færi í heimsóknir og skoðuðu það sem aðrir eru að gera. Sá sem fær heimsókn getur óskað eftir handleiðslusamtali með þeim sem heimsótti hann eftir að heimsókn lýkur. 

Nafn verkefnastjóra: Jóhann Bjarnason