Grunnskólinn Hofsósi


Í vetur eru 52 nemendur skráður í skólann í 1. – 10. bekk. Skólasvæðið er Hofsós og sveitirnar þar í kring; Óslandshlíð fyrir innan og Höfðaströnd og Sléttuhlíð utar auk Unadals og Deildardals. Að auki tekur skólinn við nemendum úr Grunnskólanum að Hólum í 8., 9. og 10. bekk.

Vegna fámennis í bekkjum er stunduð samkennsla við skólann, þ.e. tveimur eða fleiri bekkjum er kennt saman. Í vetur er skipulagið eftirfarandi: 

1. -3. bekkur, umsjónarkennari:        Kristín Bjarnadóttir                        11 nemendur

4. - 5. bekkur, umsjónarkennari:       Laufey Guðmundsdóttir                  10 nemendur

6. - 7. bekkur, umsjónarkennari:       Vala Kristín Ófeigsdóttir                  14 nemendur
          ( Kristín Sigurrós Einarsdóttir er umsjónarkennari á meðan Vala Kristín er í fæðingarorlofi )

8. – 10. bekkur, umsjónarkennari:    Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir     17 nemendur