Mötuneyti

Mötuneytið

Mötuneyti er starfrækt í báðum skólunum. Matráðar fara eftir leiðbeiningum og stöðlum Lýðheilsustöðvar við framreiðslu og val á fæði fyrir nemendur.

Hofsós:

Mötuneyti skólans er starfrækt í félagsheimilinu. Þangað fara allir nemendur í morgunmat og á mánudögum – fimmtudögum er hádegismatur þar fyrir kennara og nemendur sem ekki fara heim í hádeginu. Sendur er út reikningur fyrir fæðiskostnaði mánaðarlega. Guðbjörg Særún Björnsdóttir sér um mötuneytið, henni til aðstoðar er Gréta Dröfn Jónsdóttir.

Hólar:

Mötuneytið er starfrækt í húsnæði skólans. Alla daga er boðið upp á morgunmat og hádegismat, nema á föstudögum þá lýkur skóla um hádegi og hádegismatur ekki í boði. Anna Þór Jónsdóttir er matráður á Hólum.

Reglur í matsal

Við ætlum: 

  • ekki að vera í yfirhöfnum, skóm né með höfuðföt
    • ef nemendur hengja ekki upp yfirhafnir eða ganga ekki frá skóm þá þurfa þeir að fara úr matsal til að laga eftir sig
  • ekki að vera með síma í matsalnum

o   ef áminning dugar ekki þá afhenda nemendur símann sinn starfsmanni skólans og fá hann aftur í lok skóladags

  • ekki að koma með nesti í matsal