Nýsköpunarkennsla

Í nýsköpunar- og frumkvöđlamennt er nemendum kennd vinnubrögđ viđ ađ ţróa hugmynd ađ rekstri eđa framleiđslu, alla leiđ frá hugmynd til markađssetningar fullskapađrar vöru.

Grunnnskólinn austan Vatna hefur veriđ í fremstu röđ á landsvísu, á sviđi kennslu í nýsköpun- og frumkvöđlamennt.   Ţessi kennsla hefur fariđ fram í 5. – 10. bekk í mörg ár, en nú verđur kennslan víkkuđ enn frekar út, og verđur öllum nemendum skólans, í 1. – 10. bekk, kennt í námsgreininni hér eftir. 

Stefnt er á ađ taka nýsköpunarkennsluna fyrir í ţemavinnu í 1-2 vikur, ţar sem stór hluti kennslu í skólanum verđur helgađur ţessarri námsgrein á ţessu tímabili, og endađ á sýningu međ afurđum ţemastarfsins.  Kennslan í ţessarri námsgrein verđur ţannig fléttuđ inn í kennslu flestra ef ekki allra námsgreina.  Ţetta er starf í ţróun, en hér á eftir sjást hugmyndir ţćr sem eru í gangi um starf vetrarins í einstökum árgöngum.

 

1. – 4. bekk

Hugsunarháttur nýsköpunar- og frumkvöđlamenntar verđur lagđur inn og kenndur smátt og smátt, tekinn í skrefum, svo nemendur tileinki sér hugsunina eftir getu, aldri og ţroska.   Ţessi hugsunarháttur verđi ţeim ţví eđlilegur, ađ ţau viti hvađ hćgt er ađ gera ţegar mađur fćr góđa hugmynd ađ vöru eđa ţjónustu.  Ţađ verđi áhersla á ţarfaleit, hugmyndavinnu og módelsmíđi í kennslunni. 

 

5. - 7.  bekk

Nýsköpunarţemu tekin fyrir frá hugmynd til hönnunar.  Verkefnin eru svo send í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.  Svo er stefnan ađ útvíkka hugtakiđ og tengja nýsköpunina inn í sem flestar námsgreinar. Nemendur sjái möguleikana í ţví ađ fá góđa hugmynd sem hćgt er ađ nýta í rekstri, einnig ađ ţau ţjálfist í ţví ađ finna lausnir á minni háttar vandamálum í umhverfi sínu.  Hugmyndir verđi ekki bara hlutbundnar, heldur stuđli einnig ađ jákvćđum hugsunum og bćttu samfélagi í heimabyggđ fólks.

 

8. – 10. bekk

Haldiđ verđur áfram međ starfiđ og byggt ofan á ţađ sem nemendur hafa lćrt í námsgreininni á undanförnum árum.  Nemendum verđa kennd fjölbreytt vinnubrögđ viđ ţróun hugmyndar og ţađ ađ koma viđfangsefninu á framfćri.  Ţetta getur veriđ til dćmis myndbandagerđ og heimasíđugerđ, og ţađ ađ vinna međ raunveruleg viđfangsefni úr samfélaginu og ađ fá kynningar hjá fólki úr atvinnulífinu.  Unniđ verđur međ hönnun, međ reyklausa verkefniđ, endurnýtingu, rekstur kaffihúss, valgreinar, og starfskynningar.

 

 

8. bekkur

Reyklaus bekkur

Sem framhald af ţriggja ára ţjálfun í nýsköpunarhugmyndafrćđum, fá nemendur nú tćkifćri til ađ vinna ađ Reyklaus verkefninu. Verkefniđ hefur í senn mikilvćgt forvarnargildi á viđkvćmum aldri auk ţess ađ vera spennandi vettvangur fyrir nemendur ađ keppa viđ jafnaldra á öllu landinu um góđar hugmyndir til forvarnarstarfa. 

 

9. bekkur

Kaffihúsarekstur, nýsköpun og frumkvöđlastarfsemi.

Nemendur fá innsýn og ćfingu í ađ annast rekstur lítils fyrirtćkis, kaffihúss. Ţau lćra ađ halda utan um kvittanir og sölunótur vegna ýmiskonar kaupa á varningi kaffihússins s.s. kaffi, hráefnis til kökugerđar o.fl. Ţau lćra ađ gera upp “kassann” ađ kaffihúsi loknu. Áhersla er lögđ á ađ frćđa og ţjálfa nemendur međ ađkomu t.a.m. gestakennara sem fengnir hafa veriđ til liđs viđ verkefniđ vegna sérfrćđikunnáttu af ýmsum toga. Ţannig fá nemendur tćkifćri til ađ upplifa nýja strauma og mismunandi áherslur úr suđupotti atvinnu– og mannlífs, m.a. í hérađi. Áherslan er ekki síst á ţjónustustarfiđ. En fagmennska innan ţjónustugeirans er vaxandi auđlind í hverju hérađi, ţar sem aukinn áhugi og ásókn ferđamanna getur skipt miklu fyrir atvinnulífiđ.

            Menningarlegi ţátturinn skipar veglegan sess. Nemendur skima og kanna hina ýmsu möguleika á skemmtun og fróđleik sem býr í hérađi. Ţeir lćra ađ hćfileikar leynast víđa og ţađ kennir ýmissa grasa á heimaslóđum. Listamenn af ýmsum toga í söng, hljóđfćraleik og upplestri, svo eitthvađ sé nefnt, koma vćntanlega til međ ađ skemmta öđrum og ekki síst sjálfum sér. Ţá trođa jafnvel nemendur upp og flytja t.a.m. tónlist, ljóđ eđa lesa skemmtilegar smásögur og pistla.

 

Svćđi

Grunnskólinn austan Vatna  |  Sími: Hólar: 453 6600 - Hofsós: 453 7344 - Sólgarđar: 467 1040  |  gsh@gsh.is