Sjálfsmat

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 66/1995, 49. gr. á sérhver grunnskóli að innleiða aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan hans.

Sjálfsmat skóla felur í sér ítarlega lýsingu og greiningu á markmiðum og starfi skólans og jafnframt tillögur um úrbætur og mat á þeim. Með sjálfsmati fer fram víðtæk gagnaöflun um skólastarfið sem veitir upplýsingar um í hve miklum mæli árangur skólastarfsins er í samræmi við markmið skólans sem sett eru í skólanámskrá.

Það er ljóst að forsenda raunhæfs sjálfsmats er ítarleg og markviss skólanámskrá sem stuðlar að því að starfsfólk skóla skýri viðhorf sín til skólastarfs og sameinist um leiðir að settu marki. Skólanámskráin og sú vinna sem fer fram í kringum hana stuðlar að faglegu samstarfi og skapar grundvöll til mats á skólastarfi. Skólanámskráin nýtist ekki sem tæki til skólaþróunar og umbóta nema fram fari sjálfsmat kennara og skólans í heild. Markviss endurmenntunar- og þróunaráætlun er síðan unnin út frá niðurstöðum matsins. Nú hefur verið tekinn í notkun endurskoðuð útgáfa af skoska gæðamatskerfinu „Gæðagreina“  sem  Skólaskrifstofa Skagfirðinga hefur þýtt og staðfært.

Áætlun um sjálfsmat kemur inn á alla þætti skólastarfsins og spannar þrjú ár. Þessi áætlun endurtekur sig síðan þannig að hver þáttur er endurskoðaður þriðja hvert ár. Þannig eru allir þættir skólastarfs metnir yfir þriggja ára tímabil. Sjálfsmatsskýrsla er unnin á hverju vori og er aðgengileg á heimasíðu skólans. Á hverjum vetri eru ákveðnir kaflar Gæðagreinanna teknir fyrir, hér má sjá hvernig kaflaskipting Gæðagreinanna er raðað niður á annir sem segir til um hvenær unnið skal að hverjum og einum kafla. Frá og með hausti 2010 var unnið með nýja þýðingu Skosku Gæðagreinana. Stigagjöf í matinu sjálfu er skali frá 1- 6 þar sem einkunnin 1 er ófullnægjandi en einkunnin 6 er hæsta einkunn. Einkunnin 5 er fullnægjandi árangur en 6. þrepið er framúrskarandi árangur, leiðandi á sínu sviði á landsvísu:

 

Sjálfsmatsteymi

Sjálfsmatsteymið skipa: Jóhann Bjarnason, skólastjóri hefur yfirumsjón með sjálfsmatinu og kennararnir Vala Kristín Ófeigsdóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir.

Meðal verkefna sjálfsmatsteymis er að undirbúa og halda utan um starfsdaga þar sem sjálfsmat fer fram, halda utan um og þróa spurningalista sem eru lagðir fyrir nemendur og foreldra, þróa áfram sjálfsmatskerfi og vinna sjálfsmatsskýrslu í lok hvers skólaárs.

Þriggja ára áætlun sjálfsmats 2023 - 2026