Skipulag skólaársins

Á báðum starfstöðunum er skólaárin skipt í þrjár annir: haustönn, miðönn og vorönn, lýkur með skólaslitum í maí.  A skóladagatali eru nánari upplýsingar um námsmatsvikur, starfsdaga kennara, foreldraviðtöl og fleira.

Samræmd próf  í 4. bekk verða fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. september. Um er að ræða könnunarpróf í íslensku og stærðfræði.

Samræmd próf  í 7. bekk verða fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. september. Um er að ræða könnunarpróf í íslensku og stærðfræði.

Samræmd próf í 9. bekk verða dagana 12. – 14. mars. Um er að ræða könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði. 

Litlu jólin verða 20. desember og að venju koma nemendur þá prúðbúnir í skólann og eftir jólalega stund í stofunni með umsjónarkennaranum er slegið upp jólaballi í öllum skólunum og aldrei að vita hverjir líta við.

Árshátíðir eru einn af mörgum mikilvægum þáttum skólastarfsins þar sem nemendur fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á ýmsum sviðum.
Árshátíðir skólans verða eftirfarandi:
Hólar:              12. apríl
Hofsós:              5. apríl

Danskennsla: Boðið verður upp á danskennslu í tvær vikur. Ingunn Hallgrímsdóttir kennir.

Skyndihjálp: Skagafjarðardeild RKÍ hefur undanfarin ár boðið grunnskólanemendum upp á grunnnámskeið í skyndihjálp, kennt af leiðbeinanda með réttindi, og fá nemendur skírteini í lok námskeiðsins. 9. og 10 bekkur taka þátt í námskeiðinu og er það kennt annað hvert ár.