Ferðir á vegum skólans

Skólaferðalag eldri nemenda á Hofsósi: Á hverju ári fara þrír elstu bekkirnir í þriggja daga skólaferðalag. Löng hefð er fyrir því hvert farið er. Eitt árið er farið til Vestmannaeyja, annað árið á Snæfellsnes en þriðja árið er ekki niðurneglt, þá hefur tækifærið stundum verið notað til að gera eitthvað öðruvísi.

Vorferðir yngri nemenda á Hofsósi: Meðan á skólaferðalagi eldri nemenda stendur hafa yngri nemendur breytt út af venjubundnu skólastarfi með svokölluðum vinnudögum eða þemadögum. Þeim fylgja oft stutt ferðalög sem tengjast þemaverkefnum hverju sinni. 

Íþróttaferðir: Undanfarin ár hafa nemendur skólans tekið þátt í grunnskólamóti í frjálsum íþróttum sem haldið hefur verið af UMSS annars vegar í september og hins vegar í janúar eða febrúar.

Menningarferðir: Miðað er við að öllum nemendum skólans bjóðist að fara í eina leikhús- eða bíóferð á vetri.