Ólafur og Egill vinna til verđlauna

Nemendur úr Grunnskólanum austan Vatna hafa tekiđ ţátt í alţjóđlegu verkefni undanfarin ár sem nefnist, Skólar á grćnni grein, en markmiđ ţess er ađ auka umhverfismennt og styrkja skóla í menntun til sjálfbćrni. Verkefnin sem nemendur unnu fyrir Landsbyggđarvini eru öll unnin úr endurnýttu hráefni en nemendurnir unnu verkefniđ í nýsköpunarviku í mars og heitir sigurverkefniđ Hćnsnakofinn.

Ţađ eru ţeir Ólafur Ísar Jóhannesson og Egill Rúnar Halldórsson sem eru hugmyndasmiđir ađ hćnsnakofanum ásamt fleirum en hugmyndin var ađ smíđa hćnsnakofa međ tveimur rýmum og varpkassa. Annađ rýmiđ hugsađ sem innisvćđi, einangrađ međ hitaperu, og hitt sem útisvćđi ţar sem hćnurnar gćtu vappađ um innan girđingar.

Nemendum fannst ómögulegt ađ vita til ţess ađ lífrćnu sorpi úr heimilisfrćđi, af kaffistofu kennara og úr mötuneyti skólans vćri hent og vildu ţví skođa hvađa möguleika ţeir ćttu á endurnýtingu. Ţeim datt ţví í hug ađ vera međ hćnur viđ skólann ţví ţćr borđa lífrćnan úrgang og verpa eggjum sem nýta mćtti í heimilisfrćđikennslunni. Auk ţess hafa dýr góđ áhrif á flesta og ţví má líta á hćnurnar sem einskonar gćludýr skólans eđa sameiginlegt verkefni ţar sem allir bera jafna ábyrgđ á ađ hugsa um ţćr. Á skólatíma munu nemendur skiptast á ađ sinna hćnunum en í lengri fríum er ćtlunin ađ semja viđ nćrumhverfiđ eins og ömmur og afa og ađra sem hafa áhuga. 

Félagiđ Landsbyggđarvinir afhentu verđlaunin í Norrćna húsinu í gćr og hlaut hćnsnakofinn 1. verđlaun og 100.000 kr ađ launum í verkefninu fyrir bestu hugmyndina og lausnir ađ betri framtíđ í heimabyggđ. Verkefniđ ber yfirskriftina, Framtíđin er núna, og er leiđarstef ţess sköpunargleđi - heimabyggđin mín - nýsköpun - heilbrigđi og forvarnir.


Svćđi

Grunnskólinn austan Vatna  |  Sími: Hólar: 453 6600 - Hofsós: 453 7344 - Sólgarđar: 467 1040  |  gsh@gsh.is