Ytra mat

Dagana 17. - 19. september voru úttektarađilar á vegum Menntamálastofnunar hér í Grunnskólanum austan Vatna viđ framkvćmd ytra mats. Ytra mat er lögbundiđ mat af hálfu Menntamálaráđuneytis á framkvćmd skólahalds sem Menntamálastofnun hefur umsjón međ. Í nýjum áherslum viđ framkvćmd matsins kom skýrt fram í kynningarbréfi til skólans ađ markmiđ međ ytra matinu vćri međal annars ađ vera skólum hvati til frekari skólaţróunar, styđja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styđja innra mat og gćđastjórnun skóla. Ekki er gerđur samanburđur á skólum heldur notađar samrćmdar matsađferđir ţannig ađ í öllum skólum verđi skólastarfiđ metiđ međ sambćrilegri nálgun og á grundvelli sömu viđmiđa. Metnir voru ţrír lykilţćttir sem sérstaklega er rćtt um í lokaskýrslu: stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla og innra mat.

Prófíll skólans er tekin saman í skýrslunni međ litakóđa miđađ viđ eftirfarandi gátlista.

 

Úttektarađilar tóku saman skýrslu sem kynnt var í skólanum 21. nóvember fyrir starfsfólki skólans, skólaráđi, stjórn foreldrafélaga skólans og fulltrúum frá skólaskrifstofu. Í framhaldinu var ţađ í höndum starfsmanna og stjórnenda skólans ásamt frćđsluţjónustu Skagafjarđar ađ vinna umbótaáćtlun út frá skýrslunni og ţví var lokiđ í janúar. Skýrslan er ekki birt fyrr er umbótaáćtlun liggur fyrir og hún er ţá hluti af henni. Skýrslan í heild sinni hefur ţó enn ekki veriđ gerđ opinber á vef Menntamálastofnunar en viđ höfum fengiđ ţau svör ađ úttektarskýrslur allra skóla sem voru í úttekt á skólaárinu 2018 - 2019 verđi birtar á sama tíma. Viđ megum hins vegar birta skýrsluna fyrir okkar skóla hér á heimasíđu skólans og gerum ţađ hér međ. Hér er hlekkur í skýrsluna sem er vistuđ á síđunni í gagnabanka. Ytra mat GaV 2018 - 2019.

Viđ getum veriđ afar stolt af skólanum okkar miđađ viđ ţessa úttekt sem styrkir okkur í ađ viđ séum ađ vinna vel en jafnframt nýtum viđ góđa leiđsögn sem kemur fram í tillögum til úrbóta til ađ gera enn betur. Lykilţáttum var skipt niđur í 16 undirkafla og af ţeim fengu allir góđa umsögn ţar af ellefu umsögnina: „Gott verklag, margir ţćttir í samrćmi viđ lýsingu á gćđastarfi en möguleikar á umbótum. Meiri styrkleikar en veikleikar“ og fimm ţćttir umsögnina: „Mjög gott verklag sem samrćmist fyllilega lýsingu um gćđastarf“. Ţetta má glögglega sjá hér á prófílmynd fyrir Grunnskólann austan Vatna en nánari upplýsingar má skođa í skýrslunni sjálfri.


Svćđi

Grunnskólinn austan Vatna  |  Sími: Hólar: 453 6600 - Hofsós: 453 7344 - Sólgarđar: 467 1040  |  gsh@gsh.is