Saga skólastarfs á Hofsósi

Unnniđ af Birni Björnssyni, áriđ 2007

Undir miđja síđustu öld var orđin mikil breyting á högum Íslendinga, síđara heimsstíđiđ, sem hafđi fćrt landsmönnum miklar tekjur og ómćldar tćkniframfarir, var ađ baki og ný tćkifćri blöstu viđ hvert sem litiđ var. Síldin óđ inn á hvern fjörđ, norđan og austan lands og ţegar best lét, var skortur á vinnuafli, verkalaun greidd í peningum og bjartsýni ríkti. Silfur hafsins skapađi ţjóđarbúinu verulegar tekjur og smátt og smátt var ađ rakna sundur sá einangrunar og fátćktarfjötur, sem legiđ hafđi á lands-mönnum.Fólk fluttist frá sveitunum til ţéttbýlis og víđa urđu verulegar breytingar í skipan málefna sveitarfélaganna. Ţetta breytinga- og bjartsýnisskeiđ fór ekki fram hjá Skagfirđingum frekar en öđrum landsmönnum.

 

Áriđ 1947 varđ kauptúniđ Sauđárkrókur ađ kaupstađ, enda íbúafjöldi ţar kominn yfir eitt ţúsund. Hinn gamli Sauđárhreppur var lagđur niđur, en kaupstađurinn ásamt býlinu Sauđá varđ sérstakt sveitarfélag, Reykjaströnd, Gönguskörđ og Borgarsveit urđu nýr hreppur, Skarđshreppur.

Viđ austanverđan fjörđinn urđu einnig verulegar breytingar, mikil gerjun og hreyfing, bjartsýni, fjölgun fólks, vaxandi atvinna, bćttar samgöngur, umrćđur um stofnun útgerđarfélags og hinn mikli sóknarhugur, sem ríkti alls stađar olli líka uppsveiflu í kauptúninu viđ ósa Hofsár, ţví ţar var ţá einnig stofnađ nýtt sveitarfélag, Hofsóshreppur, út úr hinum gamla Hofshreppi.

 

Um nokkurt skeiđ hafđi umrćđa um ţetta veriđ allmikil, og sýnist hafa veriđ fyrirhugađ ađ samţykkja stofnun nýs sveitarfélags á fundi Hreppsnefndar Hofshrepps hinn síđasta vetrardag áriđ 1945  ţ.e.18. apríl. Á ţeim fundi las Árni Jóhannsson á Hrauni upp nefndarálit hreppaskiptingarnefndar sveitarinnar, en ţar kemur fram ađ fundurinn greiđi atkvćđi um stofnun nýs sveitarfélags. Urđu um nefndarálitiđ miklar umrćđur, en síđan er borin upp dagskrártillaga frá Jóhanni Eiríkssyni svohljóđandi: “Fundurinn leggur til ađ ţar sem engin atkvćđagreiđsla er á auglýstu fundarbođi í ţessu stórmáli, sé máliđ tekiđ út af dagskrá og tekiđ fyrir nćsta mál”.

Ţá kom fram tillaga frá Sölva Sigurđssyni á Undhóli svohljóđandi:

“ Fundurinn telur máliđ ekki nćgilega undirbúiđ, en leggur til ađ málinu sé vísađ til hreppsnefndar í ţví trausti ađ hún taki máliđ til athugunar, og tekur ţví fyrir nćsta mál á dagskrá.” “Ţessi tillaga borin upp. Atkvćđi féllu ţannig: Felld m/ 24:21. Ţá var hin tillagan borin upp.- Atkvćđi féllu ţannig: Samţykkt m/ 23: 18.”

                                               ( Hofshreppur: Fundargerir hreppsnefndar. 1936-1957 )

 

Ekki verđur séđ ađ ţetta stórmál komi inn á borđ hreppsnefndarinnar í bráđ, ţó vafalítiđ hafi veriđ um ţađ miklar umrćđur og jafnvel skiptar skođanir međal hrepps-búa. Ţađ er hinsvegar ekki fyrr en á fundi hreppsnefndar ţann 27. júli 1947 sem fjallađ er um stofnun nýs sveitarfélags, og ţá eina máliđ á ţeirri dagskrá sem fyrir fundi liggur.

“Oddviti las upp fundargjörđ frá hreppsnefndarfundi 12. júli s.l.* ţar sem hreppsnefnd samţykkir ađ beita sér fyrir ţví ađ Hofsós og nćrliggjandi býli verđi gerđ ađ sjálfstćđu hreppsfélagi. Eftir ađ hafa reifađ máliđ las oddviti upp svohljóđandi tillögu, sem hann lýsti yfir ađ hreppsnefndin stćđi öll saman um:

Almennur hreppsfundur fyrir Hofshrepp, haldinn í Hofsósi 27. júlí 1947, samţykkir ađ Hofsós verđi skipt úr Hofshreppi og gerđur ađ sjálfstćđu hreppsfélagi, ásamt lög-býlunum Ártúnum, Hvammkoti og Naustum, ásamt grasbýlunum Hofsgerđi, Sólbakka   *  Fundargerđ er ekki skráđ í hreppsnefndarbókina, og ekki vitađ um hana á Skjalasafni, hugsanlega

    bókađ án innfćrslu í hreppsbók. BB )

 

og Ţönglabakka međ nánari tilteknum merkjum. Jafnframt felur fundurinn hrepps-nefndinni ađ undirbúa og vinna ađ skiptingunni međ ţađ fyrir augum ađ formleg skipting geti fariđ fram um nćstu áramót.

            Urđu um máliđ miklar umrćđur og gerđi hreppsnefndarmađur Anton Tómasson glögga grein fyrir forsögu ţessa máls og hvađa ástćđur lćgju til ţess ađ ţví vćri hreyft nú. Eftir alllangar umrćđur kom fram svohljóđandi breytingartillaga: Á eftir orđinu Hvammkot, - komi orđin Naustum og Ţönglaskála o.s.frv. Flutningsmenn voru Ţorsteinn Hjálmarsson Hofsósi, Jóhann Eiríksson Ţönglaskála og Gísli Benjamínsson Hofsósi. Tillagan felld međ 13 atkv. gegn 9. Var ţá tillaga hreppsnefndar óbreytt borin undir atkvćđi og greiddu atkvćđi međ henni 36 fundarmenn. Mótatkvćđi ekkert.”

Undir fundargerđina rita Jón Jónsson fundarstjóri, og ritararnir Kristján Jónsson og Kristján Ágústsson.  (Hofshreppur: Fundargerđir hreppsn. 1937 -1957 )

 

Af fundargerđum hreppsnefndar frá ţessum tíma má sjá ađ stórhugur hefur mótađ framtíđarsýn íbúanna, ţar sem fjölmörg framfararmál eru viđruđ, svo sem bygging sjúkraskýlis, bćtt lýsing gatna, verulegar framkvćmdir í vega og gatnamálum. Ţetta gerđist ţrátt fyrir erfitt mál, sem um árabil tók mestan tíma ráđamanna sveitarfélagsins, en ţar er átt viđ sauđfjársjúkdómamáliđ, garnaveikina, sem endađi međ niđurskurđi á bústofni sauđfjárbćnda og í framhaldi af ţví fjárskiptum haustiđ 1949.  

 

Međan ţéttbýliđ viđ ósa Hofsár var innan Hofshrepps hafđi skipan skólamála veriđ á ţá leiđ ađ kennt var á a.m.k. ţrem stöđum í hreppnum. Gamalt hús, sem stóđ viđ norđurenda Suđurbrautar, austan götu, ţar sem í daglegu tali var nefnt Sneiđingur, hafđi ţjónađ sem skólahúsnćđi á Hofsósi, en var taliđ  ófullnćgjandi. Ţennan skóla sóttu börn úr ţorpinu Hofsósi og nćstu bćjum, norđan og sunnan ár, og ofan úr Unadal, en farkennsla var fyrir nemendur úr Óslandshlíđ í Hlíđarhúsinu, en fyrir nemendur úr úthluta hreppsins á ađ minnsta kosti tveim bćjum, Bć og í Mýrarkoti.

 

Á fundi í hreppsnefnd Hofshrepps hinn 17. mars 1946, er annar dagskrárliđur um skólamál.

“Fyrstur tók til máls formađur Skólanefndar Guđbrandur Björnsson prófastur. Rakti hann ýtarlega sögu skólans í Hofsósi og ţróun ţeirra mála. Sagđi hann ađ núverandi húsnćđi skólans vćri algerlega ófullnćgjandi og ţó einkum eftir ađ nýju frćđslulögin komu til framkvćmda. Lýsti hann ţörfinni á byggingu nýs skólahúss og lagđi fram eftirfarandi tillögu frá Skólanefnd:

 1. Fundurinn leggur til ađ hafin verđi bygging heimangönguskóla fyrir

     Hofsós og nćsta nágrenni, ţegar á ţessu ári.

             2. Stćrđ hússins sé miđuđ viđ ađ ţađ rúmi 70-80 börn og samsvari ađ öđru

                 leyti ţeim kröfum sem frá heilbrigđis og uppeldislegu sjónarmiđi eru

                 gerđar til slíkra bygginga og útbúnađar ţeirra, nú á tímum.

3. Fundurinn telur, ađ jafnframt beri ađ tryggja ţeim íbúum hreppsins sem

    ekki geta notađ Hofsósskólann sambćrilega ađstöđu í frćđslumálum, međ

    ţví ađ standa ađ byggingu og starfrćkslu heimavistarskóla í samvinnu viđ

     nćrliggjandi skólahverfi.

Um ţessa tillögu urđu allmiklar umrćđur og voru allir rćđumenn sammála um ţörfina á nýju skólahúsi og töldu mikiđ á sig leggjandi fyrir ţađ mál, hitt var og rćđu-mönnum ljóst, ađ kostnađarhliđin á ţessu máli yrđi mjög erfiđ fyrir sveitarfélagiđ.

Ţá voru tillögur skólanefndar bornar undir atkvćđi og samţykktar međ 22 samhljóđa atkvćđum.     Fleira gjörđist ekki. Fundargerđin lesin upp og samţykkt .”

Undir ţessa fundargerđ rita Sölvi Sigurđsson fundarstjóri og Geirmundur Jónsson ritari.                                (Hofshreppur: Fundargerđir hreppsnefndar, 1936 – 1957 )

 

Ţegar á nćsta ári stefnir í óefni, ţví ađ á fundi skólanefndar hinn 20. sept-ember 1947 er samţykkt ađ falast eftir ţví viđ  Kaupfélag Austur Skagfirđinga ađ ţađ leigi Hóteliđ á Hofsósi til skólahaldsins nćsta skólaár, helst fyrir alla kennslu, en a.m.k. fyrir kennslu yngri barna. Sjá nefndarmenn ekki fram á annađ en ađ fella verđi niđur kennslu yngstu barnanna fáist ekki inni fyrir ţennan ţátt skólastarfsins á Hótelinu.  Undir fundargerđ rita Guđbrandur Björnsson, Ţorsteinn Hjálmarsson og Sölvi Sigurđsson.  Gekk ţetta eftir.   ( Hofsóshreppur: Fundargerđir skólanefndar, 1947 – 1972 )

 

Í lok skólaárs, hinn 9. apríl 1948 er haldinn fundur í Skólanefnd Hofsskóla-hverfis, en nú hefur veriđ kjörin ný skólanefnd ţar sem rekstraađilar, međ skiptingu hreppanna, eru orđnir tveir. Formađur er skipađur af Frćđslumálastjórn, sr. Guđbrandur Björnsson prófastur, en fulltrúar Hofshrepps eru kjörnir Björn Jónsson Bć og Sölvi Sigurđsson Undhóli, en af hálfu Hofsósshrepps ţeir Guđjón Klemenzson hérađslćknir og Ţorsteinn Hjálmarsson stöđvarstjóri.

“Verkefni fundarins var ađ rćđa skipun skólamálanna međ tilliti til skiptingar hreppsins og vćntanlegrar skólabyggingar á Hofsósi. Skólanefnd varđ sammála um eftirfarandi álit um bráđabirgđalausn:

1.      Hofsóshreppur standi ađ byggingu skólahússins.

2.      Sjóđur sá sem til er nú, og báđir hrepparnir eiga, gangi til byggingarinnar óskiptur. Komi síđar til annarar skipunar á skólahverfum, ţannig ađ Hofs-hreppur verđi ađili ađ skólabyggingu á öđrum stađ fái hann sinn hlut af sjóđnum greiddan.

3.      Börn úr Hofshreppi sćki skólann á Hofsósi ađ svo miklu leyti sem haganlegt ţykir, gegn gjaldi svo sem um semst milli hreppanna.”

Ekki var fleira gert á ţessum fundi og skrifa allir nefndarmenn undir fundar-gerđina.                                     ( Hofsóshreppur: Fundargerđir skólanefndar 1947 – 1972 )

 

Hinn 25 maí 1948 hittist Skólanefnd Hofsósshrepps og hefur fengiđ til fundar-ins Snorra Sigfússon námsstjóra á Norđurlandi, en auk ţess er nćttur Garđar Jónsson skólastjóri. Eru á fundinum rćdd sameiginleg hagsmunamál hreppanna tveggja, hvađ varđar frćđslumál. Bendir námsstjóri á ţrjár leiđir, sem honum sýnast helst fćrar, en ţćr eru: Heimangönguskóli međ skólaakstri, heimangönguskóli međ heimavistarhúsi og ađ síđustu heimavistarskóli, sem Hofshreppur eđa hluti hans reisti, í samvinnu eđa samstarfi viđ ađra nćrliggjandi hreppa.

                                                      (  Hofsóshreppur: Fundargerđir skólanefndar, 1947 – 1972 )

 

Ađeins fimm dögum seinna, eđa 30. maí 1948, var haldinn almennur hrepps-fundur í Barnaskólahúsinu í Hofsósi. Fyrsti liđur dagskrár fundarins fjallađi um hafnarmál og lengingu hafnargarđsins, sem talinn var vera undirstađa alls atvinnulífs á Hofsósi, og einkum og sérílagi ef ráđist yrđi í stofnun öflugs útgerđar og fiskvinnslufyrirtćkis á stađnum. En undir öđrum dagskrárliđ var fjallađ um skólamál:

“Ţá var tekiđ fyrir nćsta mál, Skólabyggingarmál. Framsögu í ţví máli hafđi séra Guđbrandur Björnsson og rakti hann sögu skólabyggingarmálsins í stórum dráttum og skýrđi frá ţví ađ fengist hefđi fjárfestingarleyfi fyrir 20 tonnum af sementi og einu tonni af járni og 500 teningsfetum af timbri. Ráđgert er ađ taka fyrir nú í bili ađalálmu skólahússins, en láta ţann hluta hússins, sem leikfimissalur er í bíđa fyrst um sinn. Ţá gat hann ţess ađ skólanefnd hefđi leitađ hófanna um ţađ ađ Hofshreppur, eđa hluti af honum ( úthlutinn ) stćđi ađ ţessari byggingu međ Hofsóshr. eđa ađ öđrum kosti ađ Hofshreppur legđi fram sinn hluta af ţví fé, sem hinn gamli Hofshreppur átti í sjóđi fyrir skiptin, ađ láni.

Nokkrar umrćđur urđu um máliđ og voru rćđumenn allir sammála um nauđsyn ţess ađ hér yrđi byggt skólahús hiđ fyrsta.

Eftirfarandi ályktun kom fram í lok umrćđnanna og var samţykkt međ öllum greiddum atkvćđum: “Almennur hreppsfundur í Hofsóshreppi 30. maí 1948 sam-ţykkir ađ byggingu barnaskólahúss á Hofsósi skuli hrađađ eftir ţví sem kostur er og skuli byggingarframkvćmdir á ţessu ári miđast viđ ţađ sem hagkvćmast ţykir međ tilliti til heildarkostnađar byggingarinnar og fjárfestingarleyfis sem fyrir liggur.”

 Ţessi ályktun var samţykkt međ öllum greiddum atkvćđum og máliđ tekiđ út af dagskrá.”                    ( Hofsóshreppur: Fundargerđir almennra hreppsfunda 1948 – 1958 )

 

Ekki verđur, hvorki af bókum hrepps- eđa skólanefndar séđ, hver var fenginn til ađ annast skólabygginguna, hinsvegar kemur fram í Skagfirđingabók, riti Sögufél-ags Skagfirđinga 28 (2002) í grein Árna Gunnarssonar, Athafnaskáld í Skagafirđi, ađ Sigurđi Sigfússyni byggingameistara á Sauđárkróki var faliđ ţetta mikla verk.

Ţađ er samhljóđa upplýsingum frá Jakobi Einarssyni á Hofsósi, sem međal annars kom ađ lagningu frárennslislagnar í og frá húsinu, og einnig ţađ ađ byggingar-stjóri var Árni Guđjónsson smiđur frá Sauđárkróki, miđstöđvarlögn önnuđust starfs-menn Sighvats Einarssonar í Reykjavík, og raflagnir Sigurbjörn Magnússon rafvirkja-meistari á Hofsósi. Ađ frágangi innan og utanhúss komu Guđmundur Steinsson, Níels Hermannsson og Gunnar Stefánsson ásamt ýmsum fleirum.

 

Ekki virđist hafa veriđ einhugur um lausn á vandkvćđum ţeim sem steđjuđu ađ skólahaldi í hinum tveim sveitarfélögum Hofsóss- og Hofshreppi.

Hinn 21. nóvember 1948 var almennur fundur haldinn á vegum hreppsnefndar Hofshrepps. Ađeins eitt mál lá fyrir fundinum, en ţađ er: Frćđslumál Hofshrepps.

“Á fundinum var mćttur formađur Skólanefndar Hofsskólahverfis sr. Guđbrandur Björnsson.  Oddviti reifađi máliđ og skýrđi frá viđtali er hann hefđi átt um ţessi mál viđ frćđslumálastjóra og menntamálaráđherra ásamt formanni skóla-nefndar og oddvita Hofsósshrepps. Samkvćmt ţessu viđtali voru tillögur ţessara ađila ţćr ađ samvinna tćkist á milli ţessara tveggja hreppa, Hofs- og Hofsósshrepps um lausn á frćđslumálum fyrir framtíđina.  Eftir ađ hafa skýrt máliđ og frá viđrćđum um ţađ, lagđi oddviti fram svohljóđandi ályktun:

“Almennur hreppsfundur fyrir Hofshrepp haldinn í ţinghúsi hreppsins í Hofsósi ţann 21. nóvember 1948, lítur svo á ađ frćđslumál hreppsins verđi best leyst fyrir framtíđina međ ţví ađ samvinna geti orđiđ milli Hofs- og Hofsóshrepps, ţannig ađ Hofshreppur byggi heimavist fyrir börn úr Hofshreppi, ásamt félagsheimili fyrir hreppsbúa og íbúđ fyrir skólastjóra, en Hofsóshreppur byggi skólahús fyrir börn úr báđum hreppunum og njóti tilsvarandi hćrri styrks sem svarar ţátttöku Hofshrepps í skólahaldinu.  Hinsvegar telur fundurinn ađ bygging sú sem hér um rćđir yrđi ađ vera stađsett innan Hofshrepps, en svo nćrri skólahúsinu sem tök vćri á. Međ tilvísun til ţess sem hér er fram tekiđ, samţykkir fundurinn ađ fela hreppsnefndinni ađ beita sér fyrir undirbúningi ađ framkvćmdum í málinu eftir ţví sem ástćđur leyfa.

 

Urđu um ţessi mál miklar umrćđur á víđ og dreif, og létu fundarmenn í ljós andúđ sína á  langri samfelldri skólavist barna og eins ţeirri stefnu ađ flytja börn og unglinga til náms í ţorpum og kauptúnum. Voru ţađ einkum búendur úr Óslandshlíđ sem voru andvígir ţeirri lausn er framangreind ályktun ber međ sér.

Ađ síđustu kom fram svohljóđandi frávísunartillaga frá Ólafi Jónssyni í Stóra-gerđi:

“Fundurinn lítur svo á ađ ekki liggi nćgilega ljóst fyrir hvort möguleiki er fyrir hendi um samstarf í frćđslumálum viđ nćrliggjandi hreppa til ţess ađ taka af-stöđu til málsins. Ákveđur ţví ađ fresta atkvćđagreiđslu um framkomna tillögu, en felur Frćđslu- og hreppsnefnd Hofshrepps ađ hefja nú ţegar viđrćđur viđ hliđstćđar nefndir í Hóla- og Viđvíkurhreppi um ţessi mál.”

Var tillagan borin undir atkvćđi og samţykkt međ 14 samhljóđa atkvćđum en nokkrir greiddu ekki atkvćđi.

“ Ađ ţessu loknu las oddviti upp bréf frá oddvita Hofsósshrepps ţar sem óskađ er svars um hvort samstarf muni takast um frćđslumál á milli hreppanna og um ráđstöfun á sjóđi ţeim er Hofshreppur á og ćtlađi til skólahússbyggingar á sínum tíma.  Um ţađ urđu engar umrćđur. Fleira ekki tekiđ fyrir”

Undir fundargerđ rita Jón Jónsson og Kristján Jónsson.

                                                (Hofshreppur: Fundargerđir hreppsnefndar, 1936 – 1957.)

 

Enn virđist nokkuđ í lausu lofti, hverjir muni sćkja skóla til Hofsóss, hver mörk skólahverfisins verđi, og ekki hvađ síst á hvern hátt nemendum verđi gert kleift ađ sćkja skóla ţangađ, eđa til annarra ţeirra stađa, ţar sem kennsla fer fram.

 

Hinn 10. desember 1948 var haldinn skólanefndarfundur ađ Bć og eru allir nefndarmenn nćttir til fundarins. Miklar umrćđur virđast hafa fariđ fram um skipan skólamála í skólahverfinu, ţó ekki sé bókađ frekar um ţćr umrćđur. Ađ lokum var lögđ fram svohljóđandi tillaga:

“Skólanefndin telur, ađ sökum skólahúss ţess sem í smíđum er í Hofsósi beri brýna nauđsyn til ađ ákveđiđ verđi sem fyrst hvađa svćđi sćki ţann skóla og beinir ţeirri áskorun til hlutađeigandi ađila”   Tillaga ţessi samţykkt samhljóđa.

 

Ţá var enn rćtt um samskipti Hofsóss- og Hofshrepps í skólamálunum og ađ ţeim umrćđum loknum kom fram álit, sem sent skyldi hreppsfundi Hofshrepps, ţar sem mál ţessu mundu koma til umrćđu.

“Skólanefndin mćlir eindregiđ međ ţví ađ skólahverfiđ verđi áfram óskipt. Jafnframt skorar hún fastlega á hlutađeigendur ađ leggja sig alla fram um ađ finna einhverja leiđ til ađ báđir hreppar skólahverfisins geti notađ skólahús ţađ, sem í byggingu er í Hofsósi. Auk framkominnar hugmyndar um byggingu heimavistarhúss, vill skóla-nefnd benda á eftirfarandi möguleika: Óslandshlíđ noti skólabíl en úthluti Hofshrepps sćki skólann heimanađ, eđa Hofshreppur athugi hvort grundvöllur er til samvinnu viđ Fellshrepp um byggingu heimavistarhúss fyrir Fellshrepp og úthluta Hofshrepps.  Finnist ekki grundvöllur til samvinnu hreppanna um skólamálin, ákveđur Skólanefndin ađ leita úrskurđar frćđslumálastjórnarinnar um skipun skólamála hér og í nálćgum hreppum.”

Um ţetta álit varđ hreint ekki einhugur, og bar minnihlutinn, Sölvi Sigurđsson, fram svohljóđandi sérálit.:

“Ţar sem ég tel ađ flutningur barna í skóla međ bíl sé mjög ótryggt fyrirkomulag, ţegar um miklar vegalengdir er ađ rćđa, get ég ekki mćlt međ ţví fyrirkomulagi fyrir Óslandshlíđ. Ég tel ennfremur af ýmsum ástćđum ađ skóli fyrir sveitabörn sé í sveit en ekki í ţorpum og kaupstöđum”.

Um ţessi álit virđist ekki hafa fariđ fram frekari um rćđur og ađeins bókađ: “Fleira ekki gert.  Fundi slitiđ”

Undir fundargerđina rita: Guđbrandur Björnsson, Ţorsteinn Hjálmarsson, Guđjón Klemenzson, Sölvi Sigurđsson og Björn Jónsson.

                                               ( Hofsóshreppur: Fundargerđir skólanefndar. 1947 -1972 )

 

Samkvćmt bókum hreppsnefndar og skólanefndar hafa framkvćmdir hafist viđ byggingu skólahússins á Hofsósi á vordögum 1948, og sem fyrr segir mun ţví hafa veriđ skilađ upp steyptu og fokheldu fyrir vetur ţetta haust. Ekkert kemur fram um ađ unniđ hafi veriđ viđ bygginguna yfir vetrarmánuđina, heldur telja viđmćlendur ađ aftur hafi veriđ tekiđ til viđ framkvćmdir snemma vors áriđ eftir.

 

Í fundargerđarbók hreppsnefndar Hofshrepps 1936 – 1957 er ekki bókađur fundur í hreppsnefnd tímabiliđ  frá 21. maí 1949 til síđasta vetrardags 1952, ţannig ađ ekki liggja fyrir neinar samţykktir varđandi skólamálaumrćđu frá ţeim tíma.

Á fyrsta fundi sem bókađur er, eftir ţetta umrćdda hlé, er ţriđji liđur dag-skrár: Frćđslumál.

“Formađur frćđslunefndar Kristján Jónsson gerđi grein fyrir gangi frćđslumála hreppsins undanfarin 2-3 ár. Skýrđi hann frá ţví ađ samningar hefđu tekist viđ Hofsós međ ákveđiđ gjald fyrir ţau börn sem nám stunda viđ Barnaskólann í Hofsós, og eins og stćđi vćri ekki önnur lausn á  ţessum málum en koma börnum til náms í Hofsós úr úthluta hreppsins, en Óslandshlíđarskóli mundi starfa áfram fyrst um sinn. Urđu allmiklar umrćđur um frćđslumál hreppsins en engin ályktun gerđ.”

 

Ţann 26. júní 1949 er haldinn almennur hreppsfundur í Hofsóshreppi í ţinghúsi Hofshrepps, og fjórđi liđur á dagskrá fundarins er: skólahússbygging:

            “Oddviti skýrđi frá kostnađi viđ byggingu barnaskólahússins síđastliđiđ ár og er heildarkostnađur nú orđinn rúmlega 206,000 krónur. Fyrirhugađar framkvćmdir á ţessu ári sagđi hann ađ vćru ţessar: Í fyrsta lagi ađ leggja miđstöđ í húsiđ og í öđru lagi ađ reyna ađ ganga frá efri hćđ hússins ađ svo miklu leyti sem hćgt verđur vegna fjárhagsörđugleika. Taldi oddviti ađ minnsta upphćđ sem til greina gćti komiđ, svo ađ hćgt yrđi ađ framkvćma ţetta verk vćri 200,000 krónur. Vćntanlegur styrkur úr ríkissjóđi mun vera 75,000. Ţá upplýsti oddviti ađ hann hefđi von um ađ geta útvegađ bráđabirgđalán ađ upphćđ 75,000 krónur.  Í ţessu máli kom fram eftirfarandi tillaga frá hreppsnefnd Hofsósshrepps:

            “Almennur hreppsfundur haldinn í Hofsósi, sunnudaginn 26. júní 1949, sam-ţykkir heimild til hreppsnefndar ađ taka upp í fjárhagsáćtlun sveitarsjóđs fyrir áriđ 1949, sömu fjárhćđ til framhaldsbyggingar barnaskóla, og lagt var fram til ţeirra framkvćmda á árinu 1948, eđa krónur 40,000.”  Ţessi tillaga samţykkt međ 5 atkvćđum gegn 1.

                                               ( Hofsóshreppur: Fundargerđir almennra hreppsfunda 1948-1958 )

 

Nokkrir fundir eru haldnir í skólanefnd Hofsóshrepps, og međal annars mćta Helgi Elíasson frćđslumálastjóri og Snorri Sigfússon námsstjóri til fundar hinn 19. ágúst 1949, en auk ţeirra sitja ţann fund Pála Pálsdóttir kennari og Jón Jónsson oddviti Hofshrepps. Skólamálin hafa veriđ rćdd á breiđum grundvelli međ tilliti til stađsetningar skólanna og stćrđar skólahverfanna í framtíđinni. Ekki eru gerđar neinar samţykktir á ţessum fundi, en ađ honum loknum er farin vettvangsganga í hiđ nýja skólahús sem í byggingu er og ţađ skođađ.

 

Ţar sem ljóst er ađ hiđ nýja skólahús mun ekki koma til fullra nota í upphafi skólaárs haustiđ 1949 rćđir skólanefnd Hofsóss á fundi hinn 25. september 1949, hven veg best verđi leyst húsnćđisţörf skólans ţetta skólaáriđ:

  1. “Samţykkt var ađ fara ţess á leit viđ Kaupfélag Austur Skagfirđinga ađ fá leigt hóteliđ, svo sem veriđ hefur, eins lengi og unnt vćri, en flutt í nýja skólahúsiđ eins fljótt og tök vćru á”.

Ţá er undir öđrum liđum rćtt um ađstöđu til smíđakennslu, sem tekin var upp áriđ áđur, og samţykkt ađ reyna ađ halda henni áfram svo sem veriđ hefur. Ţá óskar Pála Pálsdóttir kennari eftir ţví ađ ćtlađir verđi ţrír tímar á viku til handavinnukennslu stúlkna, og mćlir skólanefndin međ ţessum óskum. Ljóst er ađ leikfimikennsla mun ekki fara fram fyrr en: “ef nýja skólahúsiđ yrđi tekiđ í notkun á ţessu skólaári”.

Ađ lokum er ákveđiđ ađ auglýsa eftir ţátttöku í unglinganámi, og ađ fenginni nćgri ţátttöku muni reynt ađ huga ađ húsnćđi og kennslukröftum til ađ halda úti unglingadeild hluta af vetrinum.

                                                ( Hofsóshreppur: Fundargerđir skólanefndar, 1947-1972. )

 

Enn hittist Skólanefndin 7. nóvember 1949 ásamt ţeim Garđari Jónssyni skólastjóra og Pálu Pálsdóttur kennara.

Fyrir fundinum liggur ađ skipuleggja starf unglingafrćđslunnar, en umsóknir höfđu borist frá 12 ungmennum um skólavist. Ef mögulegt reyndist húsnćđisins vegna ađ kennslan fćri fram á sama tíma og barnakennslan skuli kennt 30 stundir á viku. Mikiđ er rćtt um kennslugreinar, kennslubćkur, svo og ráđningu kennara.

                                               ( Hofsóshreppur: Fundargerđir skólanefndar, 1947- 1972 )

 

Skipting skólakostnađar milli Hofs- og Hofsósshrepps var enn ekki leyst, og á fundi ţann 1. febrúar 1950 komu ţessi mál enn upp í umrćđunni.

“Umrćđuefniđ var ađ taka afstöđu til skiptingar á skólakostnađi milli hreppa skólahverfisins. Fyrir lá úrdráttur úr fundargjörđabók hreppsnefndar Hofsóshrepps ţar sem lýst var ţví áliti hreppsnefndarinnar ađ skipta bćri skólakostnađi fyrir áriđ 1949 á sama hátt og var 1948, en ţá var skipt ţannig ađ dreginn var saman allur kostnađur beggja hreppanna, ţar frá dreginn kostnađur, sem eingöngu tilheyrđi Hofsóshreppi einum, og eftirstöđvunum skipt milli hreppanna, ţannig: Hofshreppur 2/5, en Hofsóshreppur 3/5. Aftur á móti var ţví lýst af skólanefndarmönnum Hofshrepps, ađ ţađ vćri álit hreppsnefndar Hofshrepps, ađ hćfilegt vćri ađ Hofshreppur greiddi 80 krónur í skólagjald međ hverju barni ţađan, sem stundađi skólann í Hofsósi.

Skólanefnd gat ekki orđiđ sammála um lausn á ţessu máli, en samţykkti međ ţrem atkvćđum gegn einu ađ fela frćđslumálastjóra ađ gjöra úrskurđ um hvernig skólahaldskostnađurinn skyldi skiptast á hreppana.

Fleira ekki gert, - fundi slitiđ.”

Undir fundargerđ skrifa: Guđbrandur Björnsson, Ţorsteinn Hjálmarsson, Björn Jónsson, Sölvi Sigurđsson og Guđjón Klemenzson

                                               (Hofsóshreppur: Fundargerđir skólanefndar, 1947-1972)

 

En skjótt skipast veđur í lofti, og hafi skólastarfi á Hofsósi veriđ ţröngur stakkur skorinn međ auknum fjölda kennslugreina, og tilraun til reksturs unglingadeildar í takmörkuđu rými sem notađ var til kennslunnar, međan beđiđ var eftir ađ nýi skólinn vćri tilbúinn, ţá seig nú verulega á ógćfuhliđina.

Skólanefnd var kölluđ saman til fundar ţann 6. mars 1950.

“Mćttir voru fulltrúar Hofsósshrepps í nefndinni, ennfremur séra Björn Björnsson skólastjóri Unglingaskólans og Óli Ţorsteinsson međ umbođi fyrir stjórn Ungmennafélags Höfđstrendinga. Fyrir lá ađ semja viđ stjórn ungmennafélagsins um ađ hún léti Unglingaskólanum í té húsnćđi, ţađ sem eftir vćri af kennslutímanum. En Unglingaskólinn hafđi orđiđ húsnćđislaus viđ bruna gamla skólahússins tveim dögum áđur, ţann 4. mars. Ekki náđist samkomulag um ţetta atriđi. Bar ţađ helst til ađ skólanefndin gat ekki fellt sig viđ ţann hugsunarhátt sem á bakviđ lá, hjá stjórn ungmennafélagsins, ađ halda ákveđiđ fram kröfum um háa leigu fyrir húsnćđi, sem skólinn hafđi orđiđ ađ yfirgefa fyrir nokkrum árum, sem ónothćft. Leit skólanefndin svo á, ađ samkvćmt eđli sínu hefđi ungmennafélaginu átt ađ vera ljúft ađ gera allt sem ţví var unnt, - sér ađ kostnađarlausu,- til ađ greiđa fyrir slíkri starfsemi, sem unglingaskólinn er,- rekinn ađ miklu leyti á kostnađ nemendanna.

Ađ ţessu loknu voru kennarar barnaskólans kvaddir til, og varđ ţá ađ samkomulagi ađ yngri deildum skólans skyldi kennt ađeins annan hvorn dag, ţannig ađ unglingaskólinn gćti fengiđ ađra stofuna til afnota eftir klukkan 2 á daginn.”

Ekki var fleira gert á ţessum fundi og virđist sem heldur hafi veriđ ţungt hljóđiđ í fundarmönnum viđ lok hans, en undir fundargerđ rita Guđbrandur Björnsson, Ţorsteinn Hjálmarsson og Guđjón Klemenzson.

                                               ( Hofsóshreppur: Fundargerđir skólanefndar 1947- 1972 )

 

Sunnudaginn 25. júní 1950 var haldinn almennur hreppsfundur í Hofs-óshreppi, í Skjaldborg. Á fundinum er fjallađ um fjölmörg framfararmál sem brenna á hinu unga hreppsfélagi. Fariđ var yfir reikninga sveitarfélagsins og ţeir skýrđir, ţá reikningar hafnarinnar og rćddar fyrirhugađar lagfćringar eftir óveđurstjón á hafnarmannvirkjunum og greiđslur úr Hafnabótasjóđi vegna ţeirra, mál nýrrar vatnsveitu og kostnađ viđ lagnir í götur sem áćtlađur er um 600 ţúsund. Ţá er rćtt um kaup á auknu landi fyrir Hofsós og var gerđ grein fyrir stöđu málsins og áframhaldandi viđrćđum viđ landeiganda og ađkomu stjórnar Nýbýlasjóđs ađ ţeim viđrćđum, svo og er rćtt um raforkumál.

 

En ţriđji liđur dagskrár fjallar um barnaskólabygginguna:

“Oddviti hafđi framsögu í málinu og skýrđi frá hvar komiđ vćri um framkvćmd ţess máls, ađ vćntanlega yrđi hćgt ađ ljúka ţeim hluta byggingarinnar, sem byrjađ er á, án frekari framlaga úr sveitarsjóđi og taka bygginguna í notkun á nćsta skólaári. Engar frekari umrćđur urđu um máliđ og ţađ ţví tekiđ af dagskrá.”

                                               ( Hofsóshreppur: Fundargerđir almennra hreppsfunda 1948 -1958 )

 

Sunnudaginn 17. september 1950, er bygging hins nýja skólahúss komin á ţađ góđan rekspöl, ađ nefndin getur haldiđ fund ţar í fyrsta sinn. Margir endar eru ţó enn lausir, og mörgu ţarf ađ ráđa til lykta áđur en skólastarf hefst í nýja húsinu. Mćttir eru á fundinn auk skólanefndar: Garđar Jónsson skólastjóri og Kristján Hallsson oddviti.

“Ţetta gerđist.

1.      Samţykkt ađ skólanefndin leitađist fyrir um hvort Jón Jóhannson Lindar-brekku vildi taka ađ sér gćslu, kyndingu og rćstingu skólahússins í vetur komandi og einnig athuga möguleika á slíku samkomulagi á ţeim grund-velli ađ Guđrún Tómasdóttir Hjarđarholti hefđi međ höndum rćstinguna.

2.      Athugađ var um ađstöđu til smíđakennslu. Leit nefndin svo á ađ hćgt mundi ađ nota litlu stofuna inn af neđri ganginum til ţess, og var ákveđiđ ađ útvega vinnuborđ í herbergiđ til ţeirra hluta.

3.      Ennfremur var athugađ sitthvađ um útbúnađ á skólastofum, göngum og kennarastofu, sem ţyrfti ađ koma áđur en kennsla hefjist í skólahúsinu. Höfđu veriđ gerđar ráđstafanir í ţá átt. Einnig hafđi veriđ gjörđ pöntun á skólaborđum og stólum. Viđ athugun á öllum ađstćđum fannst skólanefndinni ađ gera mćtti ráđ fyrir ađ skólinn gćti byrjađ um miđjan október.

Fleira ekki gert og fundi slitiđ.”

                                                 ( Hofsóshreppur: Fundargerđir skólanefndar 1947 – 1972 )

 

Međ ţessari fundargerđ skólanefndar er ljóst ađ komiđ er ađ ţeim tímamótum ađ nýtt skólahús á Hofsósi er tekiđ í notkun í vetrarbyrjun 1950.  Enn er ţó margt sem íbúar hinna tveggja hreppa hafa ekki komiđ sér saman um, og enn er ekki einhugur um ađ öll börn í báđum hreppum sćki skólann. Ţegar hefur náđst samstađa um ađ nemendur úr ytri hluta Hofshrepps sćki skóla til Hofsóss, en íbúar Óslandshlíđar eru ekki sann-fćrđir um ágćti ţess ađ láta börn sín sćkja skóla til Hofsóss.

Ţá var enn ófrágengin kostnađarskipting vegna reksturs skólans og nokkuđ í, ađ ţeim málum yrđi ráđiđ til lykta.

 

Á miđvikudaginn síđastan í vetri áriđ 1954, almennur hreppsfundur í Hofsósi.

Annar liđur dagskrár: Frćđslumál.

“Framsögu hafđi formađur frćđslunefndar Kristján Jónsson Óslandi. Flutti hann erindi um frćđslumál sveitarinnar og hvernig ţau yrđu best leyst í framtíđinni. Gat hann ţess ađ ýmsar leiđir vćru til ţess, t.d. ađ byggja viđ Hlíđarhúsiđ eđa ţá ađ ganga til samstarfs viđ ađra hreppa. Í ţessu sambandi las Kristján bréf frá námsstjóra Norđurlands Snorra Sigfússyni. Ţar sem hann óskar eftir ađ valdir verđi 2 menn međ skólanefnd hreppsins til ţess ađ mćta á sameiginlegum fundi međ nefndum úr Hóla- og Viđvíkurhreppi. Gert er ráđ fyrir ađ sá fundur verđi haldinn í sumar eđa vor. Kristján Jónsson gat ţess ađ búiđ vćri ađ tilnefna tvo menn til ađ mćta međ skólanefnd á ţessum vćntanlega fundi. Voru tilnefndir ţeir:

            Jón Jónsson bóndi Hofi og

            Ţorgils Pálsson bóndi Eyrarlandi.

Um frćđslumálin urđu allmiklar umrćđur. Ađ loknum ţeim umrćđum kom fram svohljóđandi tillaga frá Kristjáni Jónssyni Óslandi:

“Almennur hreppsfundur haldinn í Hofsós 21. apríl 1954 telur frćđslumál Hofshrepps ekki leyst á viđunandi hátt, nema međ byggingu heimavistarskóla sem vćri stađsettur, helst ekki framar en ţar sem Hlíđarhús stendur nú, en vćri byggđur fyrir 2 nćrliggjandi hreppa auk Hofshrepps”

Var tillaga ţessi samţykkt samhljóđa.

( Hofshreppur: Fundargerđir hreppsnefndar, 1936 – 1957 )

 

Allt fram til 1959, ţann 22. apríl, ţegar almennur hreppsfundur var haldinn fyrir Hofshrepp, var haldiđ í ţá hugmynd ađ byggja heimavistarskóla í hreppnum, í samvinnu viđ nágrannasveitarfélögin Hóla- og Viđvíkurhrepp.

Ţriđja mál á dagskrá:

“Formađur frćđslunefndar Kristján Jónsson rćddi um skólahaldiđ í hreppnum, sem veriđ hefur í vetur međ sama fyrirkomulagi og veriđ hefur. Gat hann ţess ađ 21 barn hefđu veriđ í skólanum í vetur, ţar af 4 utan hrepps. Fjögur börn úr hreppnum sóttu skóla í Hofsósi í vetur. Ţá gat Kristján ţess ađ vegna tillagna um skólabyggingarmál, sem komiđ höfđu fram á hreppsnefndarfundum í fyrra og áđur hefđi hann haft tal af  skólanefndum Hóla- og Viđvíkurhrepps og kvađ hann ekki ástćđu til ađ vćnta stuđnings til skólabyggingar frá ţeim, ađ óbreyttum ađstćđum.”

                                               ( Hofshreppur: Fundargerđir hreppsnefndar, 1936 -1957 )

 

Nánast árlega á fundum hreppsnefndar Hofshrepps, var rćtt um skólabyggingu, og oftar en ekki rćtt um byggingu heimavistarskóla. Nefndarmönnum var ţó fullljóst ađ svo fámennt sveitarfélag mundi ekki hafa bolmagn til svo kostnađarsamra framkvćmda, og ţví var reynt ađ ná samkomulagi viđ sveitarfélög á stćrra svćđi um ţetta mál.

Áriđ 1963 var lögđ fram tillaga og rćdd, en ekki borin undir atkvćđi, ţar sem gert var ráđ fyrir ađ leita samstarfs viđ hreppsnefndir í austan- og framanverđum Skagafirđi um byggingu heimavistarskóla viđ heitar lindir í Varmahlíđ. Ţetta mál virđist ekki hafa náđ til hreppsbúa, en á fundi hreppsnefndar síđasta vetrardag 1967 var tilkynnt ađ gengiđ hafi veriđ frá umsókn ţriggja hreppa, um leyfi til byggingar heimavistarskóla fyrir Hofs-, Hóla- og Viđvíkurhrepp, heima á Hólum. Hinsvegar kemur hvergi fram, ađ ţessari umsókn hafi veriđ svarađ, og á fundi nefndarinnar hinn 24. april 1970, undir öđrum liđ dagskrár kemur fram ađ oddviti hafi skýrt frá ţví ađ breytt viđhorf vćru í frćđslumálum á ţann veg ađ horfiđ vćri frá heimavistarfyrirkomulagi í heimankeyrsluskóla, og sýndist honum einbođiđ ađ athuga yrđi hverjar leiđir hér vćru fćrar til úrlausnar á ţessu erfiđa máli.

Á almennum hreppsfundi ţann 23. október 1971, var lesin upp tillaga mennta-málaráđuneytis um framtíđarskipulag skólamála í Skagafirđi, en í tillögunum kom fram ađ Hofshreppur skuli eiga skólasókn ađ Hofsósi, ásamt nćrliggjandi hreppum, sjö fyrstu ár skyldunámsins, en hin tvö síđustu verđi nemendur úr Hofshreppi í heimavist í Varmahlíđ. Ţessi skyldunámstími er miđađur viđ ađ grunnskólafrumvarp ţađ sem ţá lá fyrir Alţingi nái fram ađ ganga.

Var umrćđa um ţetta allmikil og voru fundarmenn ţessu međmćltir í meginatriđum, en ţó virđist engin sérstök ánćgja međ niđurstöđuna.

Ţađ var svo loks á hreppsnefndarfundi hinn 19. apríl 1972, sem endanleg ákvörđun varđandi kennslu barna úr Óslandshlíđinni er tekinn, en í öđrum liđ fundargerđar segir: “Oddviti skýrđi frá ţví ađ afdrifaríkar ákvarđanir hafi veriđ teknar í skóla og félagsheimilismáli, ţar sem ákveđiđ hafi veriđ ađ vera međ Hofsósi, svo sem hreppsfundur hafi veriđ búinn ađ samţykkja, --“

                                                    ( Hofshreppur: Fundargerđir skólanefndar,   1952 -1973 )

 

Hér hefur veriđ tekiđ saman ţađ sem fundist hefur varđandi byggingu eldri hluta húsakosts Grunnskólans Hofsósi, sá hluti sem tekinn var í notkun haustiđ 1950 og ţjónađi nokkur ár sem fjölnotahús fyrir ţéttbýliđ viđ ósa Hofsár. Ţví auk ţess, sem öll kennsla fór fram ţar, var ţađ nýtt til fundahalda, kórćfinga og margra annarra mannfunda, eđa ţar til hiđ nýja félagsheimili Höfđaborg var tekiđ í notkun. 

Svo sem fram kom í fundargerđum var ćtluđ frekari uppbyggingu viđ “gamla skólann,” a.m.k. var gert ráđ fyrir byggingu “álmu međ íţróttasal” og ef til vill meira kennslurými, sem ţó ekki var ráđist í vegna mikils kostnađar, og ţví látin bíđa.

Verđur ađ virđa ráđamönnum ţađ til nokkurrar vorkunnar, ţar sem Hofsóshreppur, var fámennur, en ţurfti nú ađ glíma viđ margskonar kostnađarsamar framkvćmdir, sem fylgdu ţéttbýlismynduninni, auk ţess sem verulegir fjármunir sveitarfélagsins fóru í ađ kaupa land til hreppsins, sem međal annars var í eigu Jóns Jónssonar bónda á Hofi. Ţađ var ţví ţrátt fyrir allt lyft Grettistaki af hinu unga sveitarfélagi ađ búa nemendum sínum góđa ađstöđu á ţeirra tíma mćlikvarđa, ađeins ţrem árum eftir ađ sveitarfélagiđ varđ til.

Hinsvegar mun fljótlega hafa komiđ í ljós ţörf fyrir meira kennslurými, auk ađstöđu fyrir kennara og starfsfólk, međ nýjum, breyttum og sífellt viđameiri frćđslulögum og námsskrám, sem á ţessum árum tóku örum breytingum. Ţegar milli 1960 og 1965 mun hafa veriđ fariđ ađ rćđa um viđbyggingu viđ “gamla skóla”, og var loks ráđist í ţćr framkvćmdir og sú álma sem nú er ađalskólahúsnćđiđ tekin í notkun nokkru eftir 1970.

Enn var ţó slegiđ á frest ađ ljúka öllum ţeim byggingum sem gert var ráđ fyrir á teikniborđi arkitektsins, ţar á međal íţróttahúsinu, sem enn vantar sárlega, auk margs annars.

 

  

 

Heimildir:

 

Hofshreppur: Fundargerđarbók hreppsnefndar 1936-1957

Hofshreppur: Almennir hreppsfundir, 1958-1990

Hofshreppur: Skólanefnd 1952-1973.

Hofsóshreppur: Fundagerđabók almennra hreppsfunda 1948-1958

Hofsóshreppur: Fundargerđabók Skólanefndar 1947-1972.

Hofsóshreppur: Fundargerđabók Skólanefndar 1972-1988.

Hofsóshreppur: Höfuđbók 1948 – 1953

Skagfirđingabók, rit Sögufélags Skagfirđinga, 28. 2002. 

                                                       Útgefandi Sögufélag Skagfirđinga.

 

Auk ţess fengust munnlegar heimildir vegna samantektarinnar frá:

                                              

Axel  Ţorsteinssyni, bónda.

Garđari Jónssyni fyrrv. skólastjóra.       

Jakobi Einarssyni, fyrrv. kennara 

Stefáni Gestssyni bónda og fyrrv. kennara.

 

Fylgiskjöl:

 

            Lóđaleigusamningur, - ljósrit

            Útlistsuppdráttur skólahúss, - ljósrit.

Svćđi

Grunnskólinn austan Vatna  |  Sími: Hólar: 453 6600 - Hofsós: 453 7344 - Sólgarđar: 467 1040  |  gsh@gsh.is