Fréttir & tilkynningar

18.04.2025

Grunnskólinn austan Vatna óskar öllum gleðilegra páska

Grunnskólinn austan Vatna óskar öllum gleðilegra páska. Kennsla hefst að loknu páskafríi mánudaginn 28.apríl samkvæmt stundaskrá.
04.04.2025

Árshátíð unglingastigs - Dalalíf

Menningardagskráin á Hofsósi er stútfull þessa dagana. Leiklistin blómstrar og börnin með. Nemendur hafa ekki setið auðum höndum en þau ásamt Ragnheiði umsjónarkennara hafa skrifað handrit upp úr Íslensku bíómyndinni Dalalíf eftir Þráinn Bertelsson. Dalalíf fjallar um vinina Þór og Danna sem fara í sveit og stofna nýja og undarlega tegund af ferðaþjónustu. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara, sjáumst í leikhúsinu.
31.03.2025

Skemmtileg verkefni í smíðum á yngsta stigi

Hér má sjá verk nemenda á yngsta stigi - Púsl, bátar, kisur, kanínur og aðrar fígúrur. Markmið námsins er fyrst og fremst að gera nemendur sjálfstæða í verki, stuðla að vinnugleði og virðingu fyrir vinnu, þjálfa einbeitingu, iðjusemi og verkfærni undir stjórn Þuríðar Helgu smíðakennara.
26.03.2025

Enginn titill

21.03.2025

Skíðaferð GaV