Heilsustefna skólans

Grunnskólinn austan Vatna er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Heilsuefling er sameiginlegt verkefni stjórnenda, starfsmanna og nemenda skólans. Markmiðið er að bæta heilsu og líðan þeirra sem starfa og stunda nám við skólann. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um gildi góðrar heilsu, jafnt andlegrar sem líkamlegrar. Heilsustefnunni er ætlað að hafa áhrif á daglegar venjur og starf í skólanum.

Áhersluþættir stefnunnar eru: Nemendur, nærsamfélag, mataræði/tannheilsa, hreyfing/öryggi, lífsleikni, geðrækt, heimili og starfsfólk.