Sjálfsmat

Samkvćmt lögum um grunnskóla nr. 66/1995, 49. gr. á sérhver grunnskóli ađ innleiđa ađferđir til ađ meta skólastarfiđ, ţar á međal kennslu- og stjórnunarhćtti, samskipti innan skólans og tengsl viđ ađila utan hans.

Sjálfsmat skóla felur í sér ítarlega lýsingu og greiningu á markmiđum og starfi skólans og jafnframt tillögur um úrbćtur og mat á ţeim. Međ sjálfsmati fer fram víđtćk gagnaöflun um skólastarfiđ sem veitir upplýsingar um í hve miklum mćli árangur skólastarfsins er í samrćmi viđ markmiđ skólans sem sett eru í skólanámskrá.

Ţađ er ljóst ađ forsenda raunhćfs sjálfsmats er ítarleg og markviss skólanámskrá sem stuđlar ađ ţví ađ starfsfólk skóla skýri viđhorf sín til skólastarfs og sameinist um leiđir ađ settu marki. Skólanámskráin og sú vinna sem fer fram í kringum hana stuđlar ađ faglegu samstarfi og skapar grundvöll til mats á skólastarfi. Skólanámskráin nýtist ekki sem tćki til skólaţróunar og umbóta nema fram fari sjálfsmat kennara og skólans í heild. Markviss endurmenntunar- og ţróunaráćtlun er síđan unnin út frá niđurstöđum matsins. Nú hefur veriđ tekinn í notkun endurskođuđ útgáfa af skoska gćđamatskerfinu „Gćđagreina“  sem  Skólaskrifstofa Skagfirđinga hefur ţýtt og stađfćrt.

Sjálfsmatsáćtlun 2014-2017

Áćtlun um sjálfsmat kemur inn á alla ţćtti skólastarfsins og spannar ţrjú ár. Ţessi áćtlun endurtekur sig síđan ţannig ađ hver ţáttur er endurskođađur ţriđja hvert ár. Ţannig eru allir ţćttir skólastarfs metnir yfir ţriggja ára tímabil. Sjálfsmatsskýrsla er unnin á hverju vori og er ađgengileg á heimasíđu skólans. Á hverjum vetri eru ákveđnir kaflar Gćđagreinanna teknir fyrir, hér má sjá hvernig kaflaskipting Gćđagreinanna er rađađ niđur á annir sem segir til um hvenćr unniđ skal ađ hverjum og einum kafla. Frá og međ hausti 2010 var unniđ međ nýja ţýđingu Skosku Gćđagreinana. Stigagjöf í matinu sjálfu er skali frá 1- 6 ţar sem einkunnin 1 er ófullnćgjandi en einkunnin 6 er hćsta einkunn. Einkunnin 5 er fullnćgjandi árangur en 6. ţrepiđ er framúrskarandi árangur, leiđandi á sínu sviđi á landsvísu:

 

1. Heildarárangur.

Haustönn 2014

2. Áhrif á nemendur

3. Áhrif á stafsfólk

Vorönn 2015

4. Áhrif á samfélagiđ

5. Menntun

Haustönn 2015

6. Stefnumótun og áćtlanagerđ

Vorönn 2016

7. Starfsmannastjórnun og stuđningur viđ starfsfólk

Haustönn 2016

8. Samvinna og búnađur.

9. Forysta.

Vorönn 2017

 

Sjálfsmatsteymi

Sjálfsmatsteymiđ skipa: Emma Sif Björnsdóttir og Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir. Jóhann Bjarnason, Skólastjóri hefur yfirumsjón međ sjálfsmatinu

Verkefni sjálfsmatsteymis

Međal verkefna sjálfsmatsteymis er ađ undirbúa og halda utan um starfsdaga ţar sem sjálfsmat fer fram, halda utan um og ţróa spurningalista sem eru lagđir fyrir nemendur og foreldra, ţróa áfram Gćđagreinarnar og vinna sjálfsmatsskýrslu í lok hvers skólaárs.

Hér er dćmi um ađgerđaráćtlun - niđurstöđur sjálfsmats, vor 2011. Kafli 7-9

Svćđi

Grunnskólinn austan Vatna  |  Sími: Hólar: 453 6600 - Hofsós: 453 7344 - Sólgarđar: 467 1040  |  gsh@gsh.is