Hagnýtar upplýsingar

Grunnskólinn austan Vatna

Í vetur eru 55 nemendur skráðir í skólann í 1. – 10. bekk.  Skólasvæðið nær frá mörkum Akrahrepps og Viðvíkursveitar að sýslumörkum Skagafjarðar og Fjallabyggðar. Vegna fámennis í bekkjum eru árgangar gjarnan í samkennslu, þ.e. tveimur eða fleiri bekkjum er kennt saman. Í vetur er bekkjaskipting eftirfarandi:

Hofsós

1. - 2. bekkur, umsjónarkennari:        Kristín Bjarnadóttir                          

9 nemendur

3.-4. bekkur, umsjónarkennari: Júlía Þórunn Jónsdóttir

12 nemendur

5. - 7. bekkur, umsjónarkennari:        Guðmunda Magnúsdóttir og Eiríkur Frímann Arnarson            

16 nemendur

8. – 10. bekkur, umsjónarkennarar:    Ragnheiður Halldórsdóttir                                                           

18 nemendur

                                                          

                                                                               

 

Húsnæði skólans

Hofsós
Húsnæði skólans er annars vegar í eldri byggingu sem er á tveimur hæðum og hins vegar yngri byggingu á einni hæð. Íþróttir eru kenndar í Félagsheimilinu Höfðaborg, á sparkvelli á lóð skólans og í nýrri sundlaug á Hofsósi. Samkomur á vegum skólans eru haldnar í Höfðaborg.

 

Sparkvellir

Sparkvellir eru á Hofsósi var byggður af Ungmennafélaginu Neista. Öllum er frjálst að nota sparkvöllinn en þar sem hann er á skólalóð og í umsjón skólans þá gilda skólareglur þar líka.