Óveður og ófærð

Þegar veður er það vont að foreldrar treysta börnum sínum ekki til að fara í skólann þá er það alfarið á valdi foreldranna að taka þá ákvörðun.  Ákvörðun um niðurfellingu skóladags er auglýst í útvarpi, með smsi, á facebook-síðu skólans og á heimasíðunni, www.gsh.is

Vinnureglur skólans eru þær að þegar óveður er að morgni er haft samband við snjóruðningsbíla. Ef mat þeirra er að hægt sé að halda akstursleið skólabíls opinni er kennsla ekki felld niður, heldur er skólinn opinn þeim nemendum sem mæta. Ef veður versnar á meðan nemendur eru í skóla eru forráðamenn beðnir að sækja börn sín í skólann eða tryggja heimför þeirra á annan hátt. Nemendur eru ekki sendir einir heim gangandi, en reynt er að tryggja heimför þeirra með skólabíl.