Skólastarfið

Grunnskólinn austan Vatna er rekinn á tveimur starfsstöðvum;á Hofsósi og Hólum.

Húsnæði skólans á Hofsósi er annars vegar í eldri byggingu sem er á tveimur hæðum og hins vegar yngri byggingu á einni hæð. Íþróttir eru kenndar í Félagsheimilinu Höfðaborg, á sparkvelli á lóð skólans og í sundlaug á Hofsósi. Samkomur á vegum skólans eru haldnar í Höfðaborg en þar er einnig mötuneyti skólans.

Húsnæði skólans á Hólum er á einni hæð. Íþróttir og sund er kennt í Hólaskóla – Háskólanum á Hólum og á sparkvelli á lóð skólans. Samkomur á vegum skólans eru haldnar í húsnæði skólans.