Fréttir & tilkynningar

10.06.2021

Skólaslit hjá GaV

Mánudaginn 31. maí fóru fram skólaslit hjá Grunnskólanum austan Vatna og leikskólanum Tröllaborg. Fyrir hádegi voru skólaslit á Hólum og svo eftir hádegi var komið að Hofsósi. Með fréttinni eru myndir frá viðburðinum.
09.06.2021

Skólinn fær gjöf frá Kiwanis

Kiwanisklúbburinn Freyja í Skagafirði hefur gefið skólanum gjöf í formi styrks til bókakaupa. Þakkar skólinn alveg kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf og alveg klárt mál að hún kemur til með að nýtast vel.
02.06.2021

Skólaferðalag unglingastigs 2021

Miðvikudagurinn 26. maí síðastliðinn heilsaði Skagfirðingum bjartur og fagur. Ekki versnaði útlitið þegar Leó frá Mallandi renndi í hlaðið við skólann á Hofsósi á langferðabíl sínum, því framundan var skólaferðalag unglingastigs Grunnskólans austan Vatna.