Fréttir & tilkynningar

08.10.2021

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í vikunni sem er að líða. Óhætt er að segja að við getum verið stolt af okkar krökkum því þau hlupu samtals 420 km og stemningin í hópnum var góð, þar sem nemendur hvöttu hvort annað áfram. Af 72 nemendum þá hlupu 23 þeirra heila 10 km sem er um 32% af skólanum. Ólympíuhlaupið er orðið skemmtileg rútina í skólastarfinu og óhætt að segja að margir nemendur sigri stóra sigra.
05.10.2021

Bleiki föstudagurinn 8.október hjá GaV

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðningi og samstöðu. Þar sem að Grunnskólinn austan Vatna er í vetrarfríi 15.október þegar Bleiki dagurinn 2021 er, þá ætlum við að vera viku á undan áætlun til að taka þátt og sýna okkar stuðning.
04.10.2021

Fréttir af miðstiginu á Hofsósi

Byrjun skólaársins hefur verið viðburðarík hjá miðstiginu á Hofsósi. Ýmislegt hefur verið brallað. Við höfum notið hauststunda í skógræktinni, kveikt eld á nýja eldstæðinu okkar sem við bjuggum til í fyrra og grillað sykurpúða og pylsur.
12.08.2021

Skólasetning GaV