Hestaval á Hólum

Nemar við Háskólann á Hólum bjóða unglingastiginu að taka þátt í hestavali á Hólum. Hestadagarnir eru liður í æfingakennslu 1. árs nemenda við Hestafræðideild Háskólans á Hólum þar sem þeir fá tækifæri til að æfa sig í að kenna byrjendum og/eða aðeins vönum hestamennsku. Kennd verða bókleg og verkleg atriði sem tengist hestum, hestahaldi og því að vera góður hestamaður.

Þetta hefur verið árlegur viðburður og hefur verið mikil ánægja með námskeiðið.