Skólaakstur er samræmdur milli skólanna á Hofsósi og Hólum. Skólabílar fara aðeins eina ferð heim á degi hverjum sem þýðir að skólinn sér um gæslu fyrir nemendur yngstu bekkjanna eftir að kennslu lýkur á daginn og þangað til skólabíll ekur nemendum heim. Á Hofsósi sjá Júlía Linda Sverrisdóttir og Carolina Linder um gæslu yngstu nemendanna á þessum tíma og á Hólum hefur Aldís Ósk Sævarsdóttir umsjón með börnunum.
Á miðvikudögum starfar Félagsmiðstöðin á Hofsósi og er hún opin öllum nemendum í 7. – 10. bekk í Grunnskólanum austan Vatna. Þá daga aka skólabílar nemendum heim kl 18:00, en þeim nemendum sem ekki eru í Félagsmiðstöðinni er séð fyrir fari heim á vegum skólans við lok skóladags.
Reglur í skólabíl
Við ætlum: