Fréttir & tilkynningar

12.01.2022

Skólahald hættir fyrr

Vegna versnandi veðurútlits og gulrar veðurviðvörunar þar sem sérstaklega er varað er við versnandi akstursskilyrðum verður skóla lokið fyrr í dag. Á Hofsósi verður skóla lokið nú strax að loknum hádegismat kl. 13:00 og á Hólum um 13:55. Gæslan verður þó samt sem áður til taks fyrir þá sem þar eru skráðir og þurfa á því að halda. Félagsmiðstöð fellur niður. Gul viðvörun gildir til 13:00 á morgun svo staðan verður tekin í fyrramálið varðandi skólahald þann dag og sms skilaboð send ef skólahald verður fellt niður.
17.12.2021

Gleðileg jól

Í desember mánuði hefur Grunnskólinn austan Vatna náð að halda ágætlega í jólahefðirnar og ekki látið takmarkanir slá okkur út af laginu. Eins og undanfarin ár þá var jólasöngstundin haldin hátíðleg enn þann sama dag mættu nemendur í jólafatnaði.
14.12.2021

Aðventuferð hjá unglingastiginu

Nemendur unglingastigsins skelltu sér í gær í aðventuferð til Akureyrar. Ástæðan fyrir ferðinni er sú að í haust féll niður hin árlega ævintýraferð.