Fréttir & tilkynningar

21.02.2024

Brunavarnir Skagafjarðar heimsóttu GaV á Hofsósi

Á hverju ári fær 3.bekkur fræðslu um eldvarnir og í kjölfarið geta þeir tekið þátt í eldvarnargetraun frá Landsambandi slökkviliðsmanna. Nú á dögunum var dregið í getrauninni og fengum við skemmtilega heimsókn frá Brunavörnum Skagafjarðar. Thor Kofi hafði svarað öllum spurningum réttum í getrauninni og var dreginn út. Thor Kofi nemandi í 3.bekk tók á móti viðurkenningarskjali frá Brunavörnum Skagafjarðar í dag (21.febrúar). Innilega til hamingju með viðurkenninguna Thor Kofi.
16.02.2024

Öskudagur

Í Grunnskólanum austan Vatna er alltaf mikið fjör á öskudaginn. (Smellið á fréttina).
06.02.2024

Selt til góðs!

Nemendur á unglingastigi hafa haft umhverfisvæna skiptislá í stofunni hjá sér í að verða tvö skólaár. Nemendur koma með föt á slána og þar fær fatnaðurinn framhaldslíf í nýjum höndum og hjá öðrum eigendum. Upp kom sú hugmynd að útfæra þetta enn frekar og halda flóamarkað til styrktar nemendafélagi skólans. Smellið á fréttina til að lesa meira :)
18.12.2023

Jólafrí

12.12.2023

Jólavaka 2023