Fréttir & tilkynningar

08.11.2025

Árshátíð miðstigs í Grunnskólanum austan Vatna

Nemendur á miðstigi bjóða til skemmtilegrar sýningar á „Dýrunum í Hálsaskógi“ eftir norska rithöfundinn Thorbjørn Egner en það var Kristján frá Djúpalæk sem þýddi ljóð leikritsins á íslensku. (Klikkið á fréttina)
05.11.2025

Grunnskólinn tók þátt í verkefninu Jól í skókassa

Í ár sendi GaV 22 gjafir sem fóru í safnaðarheimilið á Sauðárkróki, þaðan sem þær verða fluttar til Úkraínu til barna og fjölskyldna sem minna mega sín. Með þátttöku okkar í þessu hlýja og fallega verkefni sýndu nemendur samkennd, kærleika og vilja til að gleðja aðra. (Klikkið á fréttina).
28.10.2025

Búningadagur og hrekkjavökuball í GaV

Næsta föstudag 31. október verður búningadagur og hrekkjavökuball fyrir alla nemendur skólans á vegum Nemó. Hryllilegir leikir, dans og stuð.