Fréttir & tilkynningar

15.09.2021

Frá yngsta stigi á Hofsósi

Fyrstu dagar skólaársins hafa farið í að skoða lífríkið í nágrenninu. Nemendur fundu nokkrar blómategundir sem enn eru blómstrandi, tíndu og þurrkuðu, teiknuðu myndir af þeim og skrifuðu heiti þeirra við.
12.09.2021

Viðbrögð við covid smitum

Kæru foreldrar / forráðamenn Smitrakningarteymi hefur um helgina verið að vinna, í samstarfi við skólann, að rakningu þar sem smit innan skólans eru nokkur á Hofsósi og tengjast öllum deildum. Niðurstaðan er sú að við komumst ekki hjá því að allir nemendur og starfsmenn í skólanum á Hofsósi verði skráðir í sóttkví næstu viku sem lýkur með sýnatöku næstkomandi föstudag 17. september. Á Hólum eru allir skráðir í svokallaða smitgát og mæta því ekki í skólann fyrr en að hraðprófi loknu.
12.08.2021

Skólasetning GaV

Skólasetning verður miðvikudag 25. ágúst á Hólum kl. 10:00 í sameinuðum stofum 2 og 3, en á Hofsósi kl. 13:00 ef veður leyfir úti í brekkunni gegnt nýja leikskólanum.