Fréttir & tilkynningar

12.11.2021

Dúndurstuð á Halloweenballi

Á miðvikudaginn í síðustu viku hélt nemendafélag skólans Halloweenball fyrir nemendur 1.-7.bekkjar og að auki var skólahópnum boðið. Óhætt er að segja að það hafi verið frábær mæting og stemningin í húsinu var mikil, þar sem nemendur dönsuðu hreinlega úr sér lungun.
12.11.2021

Vinaliðanámskeið

Á undanförnum árum þá hefur Grunnskólinn austan Vatna tekið þátt í vinaliðaverkefninu. En það er verkefni sem snýst um að nemendur haldi utan um leiki í frímínútum í skólanum svo að allir krakkar skólans geti tekið þátt í leik. Það er nýbúið að kjósa vinaliða í grunnskólanum og í dag skelltu þeir sér á vinaliðanámskeið á Sauðárkrók. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
08.10.2021

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í vikunni sem er að líða. Óhætt er að segja að við getum verið stolt af okkar krökkum því þau hlupu samtals 420 km og stemningin í hópnum var góð, þar sem nemendur hvöttu hvort annað áfram. Af 72 nemendum þá hlupu 23 þeirra heila 10 km sem er um 32% af skólanum. Ólympíuhlaupið er orðið skemmtileg rútina í skólastarfinu og óhætt að segja að margir nemendur sigri stóra sigra.
12.08.2021

Skólasetning GaV