Fréttir & tilkynningar

20.02.2020

Ólag á símkerfinu

Það er eitthvað ólag á símkerfinu okkar ef það þarf að ná á okkur í grunnskólann vinsamlegast hringið í 865-5044 (Jóhann)
13.02.2020

Menntabúðir í GaV

Þriðjudaginn síðastliðinn voru Menntabúðir í Skagafirði haldnar í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Þátttaka var mjög góð en yfir 50 manns mættu á málstofurnar sem starfsfólk skólans sá um. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og er skólinn mjög stoltur af öllu því frábæra fólki sem vinnur í skólanum og þarna var vinnu og verkefnum deilt með samstarfsfólki úr firðinum.
13.02.2020

Grunnskólamót UMSS

Fimmtudaginn 23. janúar fóru nemendur í 1. - 6. bekk á grunnskólamót UMSS í frjálsum íþróttum sem haldið var í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Á mótinu tóku nemendur þátt í hinum ýmsu greinum og þrautum, svo sem langstökki, spretthlaupi, boltakasti og ýmsum þrekæfingum. Nemendur tóku glaðir þátt og stóðu sig allir með stakri prýði.