Fréttir & tilkynningar

05.09.2024

Í upphafi skóla er alltaf gott að impra á skólareglum

Skólareglur Grunnskólans austan Vatna gilda fyrir alla aðila sem að skólastarfinu koma og alls staðar þar sem þeir eru á vegum skólans. Reglurnar gilda bæði á leiðinni í og úr skóla, á viðburðum og á ferðalögum. Skólinn er vinnustaður okkar allra, hver nemandi og starfsmaður á rétt á því að fá frið við leik og störf. (Smellið á fréttina til að lesa skólareglur).
28.08.2024

Skráning í mötuneyti!

Athugið að nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið í notkun varðandi skráningu í mötuneytið. Sveitarfélagið hefur ákveðið að í skólum í Skagafirði verði skólamáltíðir nemenda að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu (Jöfnunarsjóði sveitarfélaga). Klikkið á fréttina til að lesa meira og komast í skráningarformið.
26.08.2024

Skólasetning mánudaginn 26. ágúst kl.13:00

Skólasetning mánudaginn 26. ágúst kl. 13:00. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá daginn eftir. Leikskólainngangur austan við skólann verður aðalinngangur til að byrja með þó hægt sé að ganga um portið vestan við skólann. Vinsamlegast takmarkið umferð inn í portið þar sem planið er ófrágengið. Bendum á að notast við bílastæðin við tjaldstæði og Höfðaborg. Í skólabyrjun er vert að minna á að merkja allan fatnað. Það eru meiri líkur á að merktur fatnaður sem týnist komist til skila en ómerktur. Hlökkum mikið til að hefja skólaárið með ykkur kæru nemendur og fjölskyldur.
27.05.2024

Skólaslit