🎶💃 Frábær dansvika að baki – gleði, taktur og troðfullt hús! 🕺🎶

🎶💃 Frábær dansvika að baki – gleði, taktur og troðfullt hús! 🕺🎶

Undanfarna viku ríkti sannkölluð dansgleði í skólanum okkar þegar nemendur tóku þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri danskennslu hjá henni Ingunni danskennara. Allir bekkir fengu tækifæri til að hreyfa sig, læra ný spor og sumir fengu einnig tækifæri til að semja eigin dansa.

Vikan náði hápunkti sínum á föstudaginn með glæsilegri danssýningu þar sem nemendur leik- og grunnskólans stigu út á dansgólfið og sýndu afrakstur vikunnar. Það var einstaklega gleðilegt að sjá hve margir sáu sér fært að mæta og salurinn var fullur af brosum og lófaklappi. Nemendur stóðu sig frábærlega, sýndu hugrekki og margir unnu stóra persónulega sigra.

Að danssýningu lokinni tók við kökubasar á vegum Nemendafélagsins til styrktar skólaferðalagi nemenda í 8.–10. bekk. Viðtökurnar voru frábærar og allt seldist upp, sem sýnir enn og aftur þann mikla stuðning sem skólinn nýtur frá foreldrum, aðstandendum og samfélaginu öllu.

Við viljum senda innilegar þakkir til allra sem mættu, styrktu málefnið, bökuðu, skipulögðu og tóku þátt. 

💙 Takk fyrir frábæra dansviku! 💙