Fréttir

Búningadagur og hrekkjavökuball í GaV

Næsta föstudag 31. október verður búningadagur og hrekkjavökuball fyrir alla nemendur skólans á vegum Nemó. Hryllilegir leikir, dans og stuð.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025 – metnaður, úthald og gleði í forgrunni

Alls tóku 47 nemendur þátt í hlaupinu og gátu þeir valið á milli fjögurra vegalengda: 2,5 km, 5 km, 7,5 km og 10 km. Tveir nemendur ákváðu að bæta um betur og hlupu 12,5 km. Heildarvegalengd nemendanna var 217,5 kílómetrar. (Klikkið á fréttina).
Lesa meira

Svakalega lestrarkeppnin 2025

Svakalega lestrarkeppnin stóð yfir frá 15. sept - 15. okt. Nemendur í 1.–7. bekk við Grunnskólann austan Vatna tóku virkan þátt í keppninni sem er landsátak á vegum List fyrir alla. Alls tóku 37 nemendur þátt og lásu samanlagt 14.465 mínútur. (Klikkið á fréttina).
Lesa meira

Skólaþing í GaV með fræðsluteymi skrifstofu Alþingis!

Í dag fengu nemendur á unglingastigi heimsókn frá fræðsluteymi skrifstofu Alþingis. Starfsmennirnir settu upp Skólaþing fyrir nemendur en markmið verkefnisins er að efla lýðræðisvitund, fræða nemendur um störf Alþingis og veita innsýn inn í dagleg störf þingmanna. (Meira).
Lesa meira

Upptökudagur Málæðis í GaV

Í dag komu Birgitta Haukdal söngkona, Vignir Snær upptökustjóri og gítarleikari, Stulli tökumaður ásamt Elvu Lilju og Hörpu Rut verkefnastjórum Málæðis í GaV. Þau voru komin til að vinna áfram með unglingastiginu að lagi Írisar Lilju og Bettýjar Lilju, Aftur heim. (Meira).
Lesa meira

GaV áfram í Málæði

Í síðustu viku fengum við þau gleðilegu tíðindi að lag Írisar og Bettýjar, Aftur heim, var valið áfram í Málæði. Annað árið í röð er GaV því einn af þremur skólum á landinu sem er valinn til að vinna með þekktum tónlistarmönnum að frekari texta- og lagasmíð. (Klikkið á fréttina).
Lesa meira

Nóg um að vera hjá nemendafélaginu, fjáraflanir og fjör

Allir nemendur unglingastigs vinna saman að fjáröflunum fyrir skólaferðalag vorsins og er fyrsta stóra fjáröflunin nú þegar búin. Klikkið á fréttina til að lesa meira.....
Lesa meira

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst kl. 13:00.

Skólasetning Grunnskólans austan Vatna skólaárið 2025 – 2026 verður næstkomandi föstudag 22. ágúst kl. 13:00. Dagskrá skólasetningar verður með þeim hætti að skólastjóri setur skóla og fer yfir helstu breytingar, áskoranir og áherslur á komandi skólaári. Nemendur fylgja svo sínum umsjónarkennurum í sínar stofur í skólanum og foreldrum er heimilt að fylgja þeim þangað inn. Áætlað er að dagskrá skólasetningar taki eina klukkustund.
Lesa meira

Skólaslit - útskrift

Föstudaginn 30. maí eru skólaslit í Grunnskólanum austan Vatna kl. 14:00, athöfnin fer fram í félagsheimilinu Höfðaborg. Leikskólinn Tröllaborg útskrifar nemendur í skólahóp og við það tilefni verða þau boðin velkomin í skóla næsta vetur. Vinaliðar fá viðurkenningarskjöl, afhending vitnisburða og útskrift 10. bekkjar. Að lokinni athöfn verður gestum boðið upp á veitingar. Þökkum fyrir veturinn.
Lesa meira

Grunnskólinn austan Vatna óskar öllum gleðilegra páska

Grunnskólinn austan Vatna óskar öllum gleðilegra páska. Kennsla hefst að loknu páskafríi mánudaginn 28.apríl samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira