15.11.2025
Í næstu viku munum við í Grunnskólanum austan Vatna halda hátíðlega upp á Dag íslenskrar tungu, en í ár tvinnum við saman viku íslenskunnar og dansviku með Ingunni danskennara. Þannig sköpum við lifandi, skapandi og fjölbreytta menningarviku þar sem dans, íslenska og samvinna nemenda spila lykilhlutverk. (Meira hér)
Lesa meira
08.11.2025
Nemendur á miðstigi bjóða til skemmtilegrar sýningar á „Dýrunum í Hálsaskógi“ eftir norska rithöfundinn Thorbjørn Egner en það var Kristján frá Djúpalæk sem þýddi ljóð leikritsins á íslensku. (Klikkið á fréttina)
Lesa meira
05.11.2025
Í ár sendi GaV 22 gjafir sem fóru í safnaðarheimilið á Sauðárkróki, þaðan sem þær verða fluttar til Úkraínu til barna og fjölskyldna sem minna mega sín. Með þátttöku okkar í þessu hlýja og fallega verkefni sýndu nemendur samkennd, kærleika og vilja til að gleðja aðra. (Klikkið á fréttina).
Lesa meira
28.10.2025
Næsta föstudag 31. október verður búningadagur og hrekkjavökuball fyrir alla nemendur skólans á vegum Nemó.
Hryllilegir leikir, dans og stuð.
Lesa meira
23.10.2025
Alls tóku 47 nemendur þátt í hlaupinu og gátu þeir valið á milli fjögurra vegalengda: 2,5 km, 5 km, 7,5 km og 10 km. Tveir nemendur ákváðu að bæta um betur og hlupu 12,5 km. Heildarvegalengd nemendanna var 217,5 kílómetrar. (Klikkið á fréttina).
Lesa meira
22.10.2025
Svakalega lestrarkeppnin stóð yfir frá 15. sept - 15. okt. Nemendur í 1.–7. bekk við Grunnskólann austan Vatna tóku virkan þátt í keppninni sem er landsátak á vegum List fyrir alla.
Alls tóku 37 nemendur þátt og lásu samanlagt 14.465 mínútur. (Klikkið á fréttina).
Lesa meira
15.10.2025
Í dag fengu nemendur á unglingastigi heimsókn frá fræðsluteymi skrifstofu Alþingis. Starfsmennirnir settu upp Skólaþing fyrir nemendur en markmið verkefnisins er að efla lýðræðisvitund, fræða nemendur um störf Alþingis og veita innsýn inn í dagleg störf þingmanna. (Meira).
Lesa meira
14.10.2025
Í dag komu Birgitta Haukdal söngkona, Vignir Snær upptökustjóri og gítarleikari, Stulli tökumaður ásamt Elvu Lilju og Hörpu Rut verkefnastjórum Málæðis í GaV. Þau voru komin til að vinna áfram með unglingastiginu að lagi Írisar Lilju og Bettýjar Lilju, Aftur heim. (Meira).
Lesa meira
13.10.2025
Í síðustu viku fengum við þau gleðilegu tíðindi að lag Írisar og Bettýjar, Aftur heim, var valið áfram í Málæði. Annað árið í röð er GaV því einn af þremur skólum á landinu sem er valinn til að vinna með þekktum tónlistarmönnum að frekari texta- og lagasmíð. (Klikkið á fréttina).
Lesa meira
06.10.2025
Allir nemendur unglingastigs vinna saman að fjáröflunum fyrir skólaferðalag vorsins og er fyrsta stóra fjáröflunin nú þegar búin.
Klikkið á fréttina til að lesa meira.....
Lesa meira