Ábending frá Almannavarnarnefnd

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá er sama fyrirkomulag með takmörkunum á skólahaldi í gildi og var fyrir páska. Boðaðar hafa verið breytingar sem taka gild 4. maí að skólahald fari aftur í eðlilegt horf en þó með einhverjum takmörkunum sem enn er eftir að fullmóta og vonandi skýrist það fyrr en síðar. Almannavarnarnefnd hefur beðið stjórnendur skóla um að koma því á framfæri við foreldra að allar varúðarráðstafanir og ábendingar varðandi samkomubann eru enn í fullu gildi og verða til 4. maí, þar með talið samgangur nemenda þvert á þá hópa sem eru aðskildir í skólastarfinu.