Áhugasviðs og dansvika

Í síðustu viku var áhugasviðs og dansvika hjá skólanum.  Þá voru allir nemendur saman komnir á Hofsósi þar sem nemendur voru í viðfangsefnum sem þau höfðu valið sér sjálf.  Stöðvarnar sem voru í boði: íþróttir/líkamsrækt, fróðleikur, farartæki/vísindi/rafmagn, listasmiðja, smíði og föndur/skartgripagerð/bakstur.  Vinna vikunnar var ansi fjölbreytt og tókst vel til.