Nemendur á miðstigi bjóða til skemmtilegrar sýningar á „Dýrunum í Hálsaskógi“ eftir norska rithöfundinn Thorbjørn Egner en það var Kristján frá Djúpalæk sem þýddi ljóð leikritsins á íslensku. Krakkarnir hafa æft af mikilli elju og lofar sýningin góðu – fullt af söngvum, gleði og frábærri stemningu!
Aðgangseyrir rennur í vorferð miðstigs.
Allir velkomnir í leikshús.