Á hverju ári fær 3.bekkur fræðslu um eldvarnir og í kjölfarið geta þeir tekið þátt í eldvarnargetraun frá Landsambandi slökkviliðsmanna. Nú á dögunum var dregið í getrauninni og fengum við skemmtilega heimsókn frá Brunavörnum Skagafjarðar. Thor Kofi hafði svarað öllum spurningum réttum í getrauninni og var dreginn út.
Thor Kofi nemandi í 3.bekk tók á móti viðurkenningarskjali frá Brunavörnum Skagafjarðar í dag (21.febrúar).
Innilega til hamingju með viðurkenninguna Thor Kofi.