Dans- og nýsköpunarsýning

Fimmtudaginn 26. janúar verða nemendur Grunnskólans austan Vatna með danssýningu og sýningu á afrakstri nýsköpunarvinnunar. Sýningin verður í Höfðaborg á Hofsósi og hefst kl. 14:00. 

Nú í vikunni hefur verið dans- og nýsköpunarkennsla. Allir nemendur skólans hafa verið saman á starfsstöð Hofsóss.
Unglingastigið hefur verið að vinna með þemað Nýsköpun og nærsamfélagið, þá hafa þau velt því fyrir sér hvernig hægt er að efla heimabyggðina og skólann. Þau fá heimsóknir frá ALOR, Norðanátt og fara í heimsókn á Vesturfarasetrið og í Verðandi.
Nemendur miðstigs vinna nýsköpunarverkefnin sín einstaklingslega eða í pörum og senda svo loks hugmyndir sínar í nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Nemendur miðstigs og yngsta stigs læra ferla nýsköpunar og líkanagerð. Ýmiss efniviður fyrir líkanagerð er notaður.

Nemendafélag GaV verður með kökubasar að sýningu lokinni.

Allir hjartanlega velkomnir!