Dans- og nýsköpunarvika

Vikuna 14.-17.mars var dans- og nýsköpunarvika í skólanum.  Þessa viku þá eru báðar starfsstöðvar skólans saman komin á Hofsósi. Að venju þá kom til okkar Ingunn danskennari og kenndi hún nemendum af stakri snilld.  Að lokinni danssýningu þá var nýsköpunar sýning.  Tvær elstu deildir skólans voru á sama tíma á skyndihjálparnámskeiði hjá honum Karli Lúðvíkssyni.  Þess ber að geta að myndirnar sem tengjast skyndihjálpinni eru sviðsettar.  Það er því óhætt að segja að það hafi verið nóg að gerast.

Hér eru nokkrar myndir frá vikunni

Hér má svo sjá tvær útfærslur af því hvernig nemendur 8.bekkjar sjá fyrir sér skólalóðina á Hofsósi.