Dúndurstuð á Halloweenballi

Á miðvikudaginn í síðustu viku hélt nemendafélag skólans Halloweenball fyrir nemendur 1.-7.bekkjar og að auki var skólahópnum boðið.  Óhætt er að segja að það hafi verið frábær mæting og stemningin í húsinu var mikil, þar sem nemendur dönsuðu hreinlega úr sér lungun.