Skipulag skólastarfsins

Hér er yfirlit yfir skipulag á skólastarfi Grunnskólans austan Vatna, vegna takmarkana á skólastarfi sem heilbrigðisráðherra setti og gildir frá 16. mars kl. 00:01 til 12. apríl 23.59:

Á Hólum getum við haldið nær óbreyttu kennslufyrirkomulagi með því að skilja milli stofnanna grunn og leikskóla og matartímar þeirra stofnana verða ekki á sama tíma. Íþróttir í sal og sund fellur niður og sameiginlegir tímar með leikskóla, bæði útikennsla og skólahópsheimsóknir. Gæsla eftir skóla fellur niður. Skólatími raskast óverulega en breytist þó þannig að á mánudögum og þriðjudögum er skóli til kl. 13:25 en aðra daga til kl. 14:25. Öll kennsla fer fram í stofum 1-3.

Á Hofsósi skiptum við skólanum í þrjár aðskildar einingar og jafnframt verður starfsmannahópnum skipt í teymi sem fylgja alla jafna sínum hópum með örfáum undantekningum. Skóli hefst á Hofsósi alla daga kl. 8:30 og lýkur kl. 13:55. Félagsheimilið verður tekið undir kennslu fyrir einn hóp til að koma í veg fyrir blöndun milli hópa. Hóparnir, teymi kennara og kennslurými eru eftirfarandi:

1. – 5. bekkur
Nemendur eru í umsjón Laufeyjar, Kristínar, Rinu og Tullan kl. 8:30-13:55 og fara í íþróttir/hreyfingu úti með Tótu einu sinni á dag.

Kennslurými: Nemendur verða í sínum heimastofum með sitt hvorum kennaranum. Þessi hópur hefur aðgang að bókasafni skólans. Tvær aðrar stofur er hægt að nýta í frímínútum en auk þess hafa nemendur skólalóðina fyrir sig í frímínútum eftir morgunmat.

Nemendur ganga inn um aðalinngang skólans.

Þessi hópur hefur aðgengi að „karlasalerninu niðri“.

Morgunmatur og hádegismatur er borinn fram í norðursal í Höfðaborg og ganga nemendur um aðalanddyri Höfðaborgar.


6. – 7. bekkur
Nemendur eru í umsjón Völu, Bjarka, Júlíu og Júllu kl. 8:30-13:55 og fara í íþróttir/hreyfingu úti með Tótu einu sinni á dag.

Kennslurými: Efri hæð í gamla skóla; myndmenntastofa, heimilisfræðistofa, bókasafn og gangur.

Í frímínútum hafa nemendur aðgang að holi þar sem borðtennisborðið er, einnig geta þeir verið úti á skólalóð í frímínútum.

Nemendur ganga inn um dyr að norðanverðu.

Þessi hópur hefur aðgengi að „kvennasalerninu“ niðri.

Morgunmatur og hádegismatur er borinn fram norðursal í Höfðaborg og ganga nemendur inn í Höfðaborg um vestari norðurinngang (upp tröppurnar). Þessi hópur fylgir öðrum tímasetningum í frímínútum og matartímum en hinir hóparnir.

8. – 10. bekkur
Nemendur eru í umsjón Jóhönnu, Önnu Huldu, Ólingu, Sollu og Adda kl. 8:30-13:55 og fara í íþróttir/hreyfingu úti með Tótu einu sinni á dag. Nemendur eru 22 en við höfum fengið staðfest að það sé sjálfsagt að gera þá undantekningu í þessu tilfelli og það rúmist innan þess markmiðs sem þessar rástafanir eiga að skila.

Kennslurými: Austursalur og aðalsalur í Höfðaborg

Þetta er eini hópurinn sem er í Höfðaborg þessar þrjár vikur sem eftir eru fram að páskafríi.

Nemendur ganga inn að austanverðu og nýta salernisaðstöðu þar.

Morgunmatur og hádegismatur er borinn fram í stóra salnum í Höfðaborg.

Annað:

·         Bylgja kennir sína tíma í fjarkennslu í samráði við umsjónarkennara hvers hóps.

·         Tóta sér um hreyfingu í öllum hópum og fá allir hópar eina kennslustund á dag í hreyfingu/íþróttir

·         Eiríkur verður til taks vegna þrifa, tæknimála í Höfðaborg og til að leysa af ef upp koma veikindi meðal starfsfólks.

·         Ekki verður boðið upp á gæslu í lok skóladags.

·         Kennslustaðurinn á Hólum verður einangraður frá Hofsósi að því leyti að dregið verður úr samgangi starfsfólks á milli kennslustöðva næstu vikurnar. Silla mun ekki koma í Hofsós næstu þrjár vikurnar og sér hún um kennslu fyrir Tótu á Hólum.

·         Jóhann vinnur einungis á Hofsósi næstu þrjár vikurnar.

Nemendur á Hofsósi mæta í skólann við sinn inngang og fara beint inn í það kennslurými sem þeim tilheyrir. Það þýður að tekið er á móti nemendum á morgnanna á þremur mismunandi stöðum og mikilvægt að þar verði engin blöndun eða ruglingur á:

·         Nemendur 1. – 5. bekk fara inn um innganginn sem nemendur nota venjulega.

·         Nemendur 6. – 7. bekkjar nota norðurinngang skólans.

·         Nemendur 8. – 10. bekkjar ganga inn um austurdyr á félagsheimilinu.