Ferðalag 5. og 7. bekkjar

Nemendur 5. og 7. bekkjar Grunnskólans austan Vatna fóru í ferðalag mánudaginn 19. september - 20. september. Í ár var ferðinni heitið á Sauðárkrók.

Nemendur gistu í Húsi Frítímans og brölluðu ýmislegt; sundferð, námskeið í Fab Lab þar sem allir fengu að gera sína eigin lyklakippu, heimsóttu safnið Puffin and Friends og rúsínan í pylsuendanum var að komast í Skagfirðingabúð að versla góðgæti. Um kvöldið var pizzuveisla, náttfatabíó og kvöldvaka þar sem atriðin voru af ýmsum toga t.d. leikur, dansatriði, söngatriði, töfrabrögð og hermisöngvar ;)