Frá yngsta stigi á Hofsósi

Fyrstu dagar skólaársins hafa farið í að skoða lífríkið í nágrenninu. Nemendur fundu nokkrar blómategundir sem enn eru blómstrandi, tíndu og þurrkuðu, teiknuðu myndir af þeim og skrifuðu heiti þeirra við. Þeir náðu sér í líka í rabarbara og notuðu í gómsætan bakstur. Einnig var farið í leiðangra til að taka myndir af skordýrum og öðrum smádýrum eða pöddum. Lagðar voru út skordýragildrur og það sem í þær veiddist skoðað í víðsjá og skrásett. Þá var farið í fjöruna en þar var aðrar tegundir að finna. Svo eru búið að semja skordýrasinfóníur, syngja um snigla og köngulær og hlusta á og dansa við “skordýratónlist”. Nemendur hafa líka verið að lesa sér til um humlur, ánamaðka, köngulær og fleira og eru margs vísari. Þeir vita t.d. núna að hunangið sem við borðum er blómasafi sem er búinn að fara í gegn um meltingarfærin á mörgum býflugum, að ánamaðkar eru tvíkynja og köngulær eru ekki skordýr heldur áttfætlur.