Fréttir frá Hólum

Nemendur á Hólum fóru ásamt skólahóp leikskólans Tröllaborg í árlegu gönguferðina sína þann 8. september. Nú í ár var ferðinni heitið í Námuna í Hólabyrðu til að skoða sögufrægan stað. Byggingarefni Hóladómkirkju var sótt í Námuna en kirkjan var byggð á árunum 1757-1763. Efni var einnig sótt í námuna þegar kirkjan var endurbætt á árunum 1989-1990. Nemendur stóðu sig með stakri prýði að labba þessa leið. Við vorum einstaklega heppin með veður og höfðu nemendur orð á því hversu fallegt útsýni væri úr fjallinu. 

fjöll

Það sem af er á þessu skólaári hafa þau verið að fjalla mikið um náttúrufræði, tóku eina lotu þar sem þau fjölluðu um eldgos og landmótun. Í þeirri lotu fóru nemendur útikennslu hóps grunn- og leikskólans að tína sveppi til að rannsaka. Sveppirnir voru síðan skoðaðir í smásjá tveim sólarhringum seinna og kom þá ýmislegt í ljós sem ekki sást með berum augum. Myndirnar gefa aðeins í ljós hvað fannst.   

sveppir

sveppir

Síðan tóku þau lotu þar sem þau lögðu áherslu á nærumhverfið þeirra. Nærumhverfið á Hólum er svo skemmtilegt, það eru fjöll allan hringinn og sagan drýpur af hverju strái. Þau lærðu nöfnin á helstu fjöllunum og gripu tækifærið til að kynnast örlítið nokkrum þáttum úr sögu staðarins.

Eitt af verkefnum útikennslu í september var að nemendur áttu að skoða liti náttúrunnar, þeir fóru um allt svæðið og reyndu að finna eins marga liti og þeir gátu. Síðan flokkuðu þeir hlutina eftir litum og úr varð fallegt listaverk með litum náttúrunnar. 

litir

Nú erum þau í lotu um umhverfið, þar verður tekið fyrir matarsóun, endurvinnsla og þá er flétt inn í þetta muninn á nýja og gamla tímanum. Nemendur fá að kynnast bræðrunum Nonna og Manna og vinna svo verkefni tengt þáttunum og þurfa að skoða hvað er að gerast í þáttunum sem við sjáum ekki vera gert í dag.