Fuglahús

Nemendur á Hólum hafa verið að fást við ýmislegt undanfarna vikur, þau ætla að segja okkur frá áhugaverðu verkefni sem unnið var í útikennslu:

Í síðustu útikennslutímum höfum við á Hólum verið að græja fuglahús fyrir skógarþresti og maríuerlur. Fengum við Eirík til að saga út fyrir okkur þann efnivið sem við þurftum. Nemendur fengu svo það verkefni að pússa hliðar og síðan bera á spýturnar vörn. Nemendur unnu svo í því að negla húsin saman og að lokum fundum við stað fyrir þau úti í skógi. Við reyndum að velja staðsetninguna vel og pössuðum að hafa ekki góðan aðgang fyrir ketti upp í húsin. Þau eru hugsuð sem varpstaður fyrir fuglana og vonum við að húsin eigi eftir að koma að góðum notum.

fuglahus

fuglahus

fuglahus

fuglahus

fuglahus

fuglahus

fuglahus

fuglahus

fuglahus