Geðlestin

Nemendur elstu deildar fengu heimsókn frá Geðlestinni. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717, en verkefnið er jafnframt styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum. Með þeim í för var tónlistarmaðurinn Flóni. Heimsóknin hafði greinilega vakið nemendur til umhugsunar um ýmis málefni tengd geðheilsu og spunnust í kjölfarið gagnlegar umræður um mikilvægi geðræktar.

Geðlestin er fyrir nemendur, en einnig hugsuð sem viðleitni til þess að færa kennurum verkfæri sem hægt er að nota við geðfræðslu á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar.

Rúsínan í pylsuendanum var þegar Flóni tók nokkur lög fyrir okkur og nemendur á miðstigi fengu einnig að njóta þess að hlusta á tónlistaratriðið. Að lokum skoraði Flóni á einn nemanda okkar í skák og okkar maður (Sindri) vann skákina :-)

Jóhanna, Flóni og Guðný

Tónlistaratriði