Geggjaður árangur í skólahreysti!!

Í gær miðvikudaginn 4.mars tók GaV þátt í skólahreysti vorum við þar í riðli með skólum utan Akureyri á Norðurlandi vestra.  Þeir sem kepptu fyrir hönd skólans voru Arnór Freyr Fjólmundsson, Konráð Jónsson, Agla Rut Egilsdóttir og Njála Rún Egilsdóttir, Katla Steinunn Ingvarsdóttir var varamaður en því miður var Vignir Nói Sveinsson veikur. 

Arnór Freyr hóf keppnina fyrir hönd liðsins á upphífingum og vippaði hans sér 20 sinnum upp og varð í 6.sæti í greininni.
Njála Rún var næst í röðinni og keppti hún í armbeygjum og tók samtals 25 stykki sem var 3.-4.sæti í greininni.
Þá var það seinni greinin hjá Arnóri sem voru dýfur og náði kappinn 15 endurtekningum sem var sjöundi besti árangurinn.
Því næst var það aftur Njála sem keppti í hreystigreipi og hékk daman í heilar 3 mínútur og 9 sekúndur sem var 3 besti árangurinn.

Eftir fyrri hluta keppninnar þá vorum við stödd í 4.sæti af 12 liðum og framundan fjörug keppni í hraðabrautinni þar sem gefin er tvöfaldur stigafjöldi fyrir hvert sæti.

Konni og Agla fóru hamförum í brautinni og luku henni á 2 mínútum og 41 sekúndu sem var næst besti árangurinn í greininni.

Niðurstaðan varð því 2.sætið í keppninni sem er algjörlega frábær árangur hjá þessum mögnuðu einstaklingum.  Við getum svo sannarlega verið stolt af okkar fólki og greinilegt að Tóta íþróttakennari er að vinna gott verk með þeim.

Áfram GaV