Grunnskólamót UMSS

Fimmtudaginn 23. janúar fóru nemendur í 1. - 6. bekk á grunnskólamót UMSS í frjálsum íþróttum sem haldið var í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Á mótinu tóku nemendur þátt í hinum ýmsu greinum og þrautum, svo sem langstökki, spretthlaupi, boltakasti og ýmsum þrekæfingum. Nemendur tóku glaðir þátt og stóðu sig allir með stakri prýði.