Haustsamverur

Haustsamverur GaV verða haldnar þriðjudag 17. september kl. 16.30 á Hofsósi en miðvikudag 18.september kl.16:30 á Hólum.  Allir nemendur mæta þá með foreldrum og forráðamönnum sínum. Að þessu sinni verða tvö mál á dagskrá - kynning á starfi tengdu frístundastrætó í vetur og bættu fyrirkomulagi á því. Hinsvegar er það umræður og kynning um mögulegt samstarf skólans við íþrótta- og tómstundastarf í lok skóladags á mánudögum í vetur. Vonum við að það komi upp góðar hugmyndir varðandi þetta samstarf á mánudögum.