Hertar aðgerðir í samkomubanni

Í ljósi þess að kynntar hafa verið hertar aðgerðir í samkomubanni skerpum við aðeins á okkar skipulagi síðan í síðustu viku þó skýrt hafi verið tekið fram að ekki væru breytingar á fyrri auglýsingu um skert skólahald.

Í komandi viku aðskiljum við því enn frekar þær einingar á Hofsósi sem aðskildar voru í síðustu viku þannig að kennarar fari ekki milli hópa eins og fyrirhugað var með þeirri einu undantekningu að Íþróttakennari verður með öllum hópum í útivist. Við takmörkum líka ferðir milli þessara stöðva fyrir alla starfsmenn aðrar en nauðsynlegar ferðir.