Hólar breyting á skóladeginum

Ákveðið hefur verið að flýta skólabyrjun á starfsstöð skólans á Hólum um 10 mínútur og færa þannig allan skólatímann fram um 10 mínútur. Frá og með mánudeginum 23. september hefst skóli kl. 8:00 og færast allar aðrar tímasetningar á stundatöflu fram um 10 mínútur. Uppfærðar stundatöflur verða aðgengilegar á heimsíðu skólans eftir helgi.