Hressileg jólastemning hjá þeim yngstu

Yngsta stig á Hofsósi hefur dvalið í salnum og á sviðinu í félagsheimilinu Höfðaborg síðan samkomutakmarkanir voru hertar 2. nóvember. Þar höfum við reynt að halda okkar striki í náminu og nýta um leið þá kosti sem aðstaðan í félagsheimilinu býður upp á. Milli kennslustunda hafa krakkarnir getað verið í hlaupaleikjum inni, æft fangbrögð, handahlaup og verið dugleg að klifra og hanga í rimlunum. 

Undir lok nóvember byrjuðum við með jólaþema. Við settum upp grænt tjald (green schreen) og tókum upp á Ipad helgileikinn sem við erum vön að æfa og flytja fyrir áhorfendur. Í kjölfarið fengu krakkarnir að prófa að taka sínar eigin örmyndir og velja bakgrunn til að setja myndina inn í. 

Þegar við vorum búin með helgileikinn snerum við okkur að  jólasveinunum og Grýlu og Leppalúða. Við höfum unnið með ljóð Jóhannesar úr Kötlum, lesið þau og sungið og unnið með orðaforða og gamla og nýja jólasiði í tengslum við þau.

Við höfum verið dugleg að gera jólalegt með því að föndra jólaskraut en við fengum líka að setja saman stóra jólatréð í salnum.


2. og 3. bekkur í vinnubókum


Jólamatur


Þegar miðstigið kom að syngja fyrir okkur rétt fyrir jólafrí