Jólakveðja

Starfsfólk Grunnskólans austan Vatna óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Það var skemmtilegt að geta loks haldið Jólavöku hátíðlega, veðrið hefði vissulega mátt vera betra en við stjórnum því víst ekki. 


 

Nú eru allir í skólanum komnir í kærkomið jólafrí en á Hofsósi verða Litlu jól á fyrsta skóladegi eftir jólafrí þriðjudaginn 3. janúar 2023 kl. 10:10. Heimakstur verður á venjulegum tíma að skóla loknum kl. 13:55. Á Hólum hefst skólinn samkvæmt stundaskrá 3. janúar 2023 kl. 09:40.

Jólakveðja, starfsfólk GaV.