Jólavökunni aflýst

Í ljósi þess að samkomutakmarkanir voru framlengdar óbreyttar til 22. desember sjáum við okkur ekki fært að halda okkar árlegu jólavöku sem fyrirhuguð var á skóladagatali 16. desember næstkomandi. Það er mjög miður enda hefur jólavakan veitt okkur og mörgum gestum birtu og yl í hjarta í aðdraganda jóla. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að nýtt ár verði öllum gæfuríkt.