Stórglæsileg árshátíð unglingastigs fór fram í kvöld í félagsheimilinu Höfðaborg. Nemendur unglingastigs sýndu leikritið Kardemommubærinn eftir Thorbjørn Egner.
Að lokinni sýningu bauð nemendafélagið upp á pizzur og góðgæti.
Allir nemendur skólans eiga stórt hrós skilið fyrir vinnu þeirra í þessu mikla ferli fyrir árshátíðirnar. Það liggur mikil vinna á bak við svona frábærra sýninga, undirbúningurinn hefur verið annasamur en jafnframt skemmtilegur og lærdómsríkur.
Rauði þráðurinn í þessu ferli er samvinna, samheldni og jákvæðni. Nemendur hafa sýnt elju og samstöðu. Þau eru dugleg að hvetja og hrósa hvort öðru.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks og foreldra sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt við undirbúning árshátíðarinnar. Við viljum einnig þakka öllum þeim sem mættu á sýningarnar fyrir komuna.
Nú eru allir nemendur skólans komnir í páskafrí.
Gleðilega páska.