Landkynning - fréttir af unglingastigi

Þessa vikuna vinna nemendur á unglingastigi í hópum að kynningum á löndum í Evrópu. Hverjum hópi var úthlutað einu land og munu nemendur vinna að upplýsingaöflun um land sitt í vikunni og uppsetningu á kynningu. En markmið verkefnisins er að nemendur vinni með þekkingu og hugtök sem þeir hafa aflað sér í námi sínu um ríki og þjóðir. Munu nemendur m.a. kynna fyrir samnemendum sínum landfræðileg einkenni landa sinna, menningu þeirra, atvinnuhætti, sögulega atburði sem tengjast landinu o.fl.  

Auk þess að ramma inn þekkingu nemenda á því námsefni sem tekið hefur verið fyrir síðustu viku er einnig markmið þessarar hópavinnu að kynna nemendur fyrir fjölbreyttum aðferðum í miðlun upplýsinga og fróðleiks. Búum við Skagfirðingar svo vel að því að hafa Ingva Hrannar Ómarsson innan okkar vébanda sem verður með okkur í vikunni og mun leiðbeina nemendum og starfsfólki um undraveröld stafrænnar miðlunnar. Verður því spennandi sjá kynningar nemenda unglingastigsins að lokinni hópavinnuna.