Mánudagurinn 2.nóvember starfsdagur

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að hertar sóttvarnareglur taka gildi á miðnætti. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á sunnudag. Ekki er nákvæmlega vitað hvaða breytingum skólastarf mun taka. Því hefur verið tekin ákvörðun um að mánudaginn 2. nóvember verði starfsdagur í grunnskólum Skagafjarðar. Stjórnendur og starfsfólk skólanna þurfa svigrúm til að skipuleggja skólastarfið sem best. Upplýsingar um nýtt skipulag verða sendar í tölvupósti þegar þær liggja fyrir.

Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólanum.
Bestu kveðjur,
stjórnendur