Nóg um að vera hjá nemendafélaginu, fjáraflanir og fjör

Nemendaráð 2025-2026

 Kosið var í nemendaráð um miðjan september og fór kosning þannig:

Formaður: Greta Berglind

Ritari: Íris Lilja

Gjaldkeri: Ingimar

Sjoppustjóri: Bettý Lilja

Skemmtanastjóri: Dagmar Helga

Tónlistarstjóri: Þorvaldur Helgi

Varamaður: Freyja Ösp

Fulltrúar í Heilsueflandi nefnd skólans: Valþór Máni og Bettý Lilja

Fulltrúar í Skólaráði: Dagmar Helga og Greta Berglind

 

Allir nemendur unglingastigs vinna saman að fjáröflunum fyrir skólaferðalag vorsins og er fyrsta stóra fjáröflunin nú þegar búin. Nemendur seldu veitingar í Laufskálarétt og gekk salan mjög vel, enda veðrið gott og fólkið glatt. Nemendur sýndu frumkvæði og elju í krefjandi aðstæðum og eru slíkir viðburðir góð reynsla fyrir ungt fólk sem er á leið á vinnumarkaðinn.

Sérstakar þakkir fær Solveig Pétursdóttir fyrir kleinubakstur, Garðakotsbúið fyrir mjólk og Mjólkursamlagið sem gaf samlokuost og rjóma.

 

Nú er hafin nammisala hjá krökkunum og hafa þau til sölu hlauppoka og Appolo lakkrís. Nánari upplýsingar á meðfylgjandi mynd. 

 

Á fimmtudaginn 9. október ætla krakkarnir að safna flöskum á Hofsósi, Hólum og nágrenni og biðjum við alla að taka vel á móti þeim.