Nóvemberskemmtun

Nóvemberskemmtun Grunnskólans austan Vatna og leikskólans Tröllaborgar verður haldin í Grunnskólanum að Hólum

föstudaginn 16. nóvember klukkan 16:30.  Nemendur grunnskólans unnu þemaverkefni um árið 1918 í byrjun mánaðarins og munu sýna afrakstur vinnu sinnar á skemmtuninni.  Nemendur leikskólans munu sýna stuttan leikþátt en auk þess verða sungin nokkur vel valin lög í tilefni dagsins.

Foreldrafélagið sér um kaffiveitingar að skemmtun lokinni.

Aðgangseyrir: 1.500 kr.
Frítt fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri.

Við hlökkum til að sjá ykkur