Ólympíufari heimsótti GaV

Í gær fimmtudaginn 10. febrúar fengum við í Grunnskólanum austan Vatna heimsókn frá Má Gunnarssyni og blindrahundinum hans Max.  Már er bronsverðlaunahafi á heimsmeistaramóti í sundi, keppandi á ólympíuleikunum í Tokyo sem og keppandi í Evróvision keppninni á Íslandi fyrir árið 2022. Már sagði nemendunum frá sjálfum sér. hvernig það var að alast upp með augnsjúkdóm, lífinu í afreksíþróttir og ást sinni á tónlist.  Óhætt er að segja að nemendurnir hafi verið ánægðir með heimsóknina en Már flutti þrjá fyrirlestra í GaV, á Hólum, fyrir 1.-7.bekk og að lokum fyrir unglingadeildina.